fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Golden Globe verðlaunahafi stödd á Íslandi

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 11:00

Keri Russell árið 2014/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV er bandaríska leikkonan Keri Russell stödd hér á landi. Að sögn dvelur hún á Reykjavík Edition hótelinu. Ekki er vitað hvort eiginmaður hennar og kollegi, Matthew Rhys, er með í för eða hvað Russell hyggst taka sér fyrir hendur á meðan hún dvelur hér á landi.

Russell skaut fyrst af krafti á upp stjörnuhimininn þegar hún fór með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Felicity sem framleiddir voru á árunum 1998-2002, en hafði þá unnið við leiklist síðan 1991.

Í þáttunum fór Russell með hlutverk samnefnds háskólanema sem tekur þá skyndiákvörðun að fara í háskóla í New York til að fylgja eftir stráknum sem hún er skotin í, en þorir ekki að segja honum það, eftir að hann lýsir því yfir að hann hafi áhuga á að kynnast henni betur.

Fyrir hlutverkið hlaut Russell Golden Globe verðlaunin árið 1999.

Á árunum 2013-2018 lék hún sovéskan njósnara sem kemur sér fyrir í Bandaríkjunum, á dögum kalda stríðsins, í sjónvarpsþáttunum The Americans. Fyrir hlutverkið hlaut hún tilnefningar til m.a. Golden Globe og Emmy verðlauna.

Auk hlutverka í sjónvarpsþáttum hefur Russell farið með hlutverk í fjölda kvikmynda. Þar má til dæmis nefna Mission Impossible III, Dawn of the Planet of the Apes, Star Wars: The Rise of Skywalker og Cocaine Bear.

Nýjasta hlutverk hennar er í Netflix-þáttunum The Diplomat, sem frumsýndir voru fyrr á þessu ári, en þar fer hún með hlutverk sendiherra í bandarísku utanríkisþjónustunni. Fyrir hlutverkið er Russell tilnefnd til Emmy verðlauna en afhending þeirra átti að fara fram í september næstkomandi en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna yfirstandandi verkfalls leikara í bandaríska sjónvarps- og kvikmyndageiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn