fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Fjölnota Bónuspokar sagðir vera einstakur íslenskur minjagripur

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notandi á Reddit sem er á leið til landsins í tveggja daga ferð spurði á miðlinum: „Verð á Íslandi þessa helgi og ætla að skoða helstu staði. Hvaða einstöku íslensku minjagripi/muni er gaman að eiga? Er ekki að tala um límmiða, lyklakippur eða póstkort. Allar hugmyndir vel þegnar.“

41 svar barst og athygli vekur að þó nokkuð margir minnast á að guli Bónuspokinn sé „Must have“ og pokinn þarfi fær flestar athugasemdirnar.

„Fjölnota matvörupoki frá Bónus,“ segir í athugasemd sem er annað svarið. Ellefu svör koma fyrir neðan það svar og virðast margir hrifnir af pokunum gulu: 

„Ég hef fengið pokana bæði í Bónus og Krónunni, aðallega vegna þess að sú síðarnefnda var handan götunnar frá íbúðinni sem við leigðum. Ég elska pokana og nota þá í hverri innkaupaferð.“

„Við vorum að þrífa húsið hennar mömmu og maðurinn minn fór með poka fullan af dóti á nytjamarkað, þar á meðal Bónus pokann. Ég var miður mín, en samt svo mikið annað í gangi hjá mér. Maðurinn minn beið í 30 mínútur með að skila dótinu af sér þannig að ég gat ekki fengið það af mér að biðja hann að fara aftur og ná í Bónuspokann. Þetta er bara enn önnur ástæða til að heimsækja Ísland aftur.“

„Ég fékk mér tvo bara af því mér fannst þeir krúttlegir. Ég þurfti ekki einu sinni að nota þá.“

Einn notandi furðar sig á þessari pokatillögu: „Í alvöru, af hverju? Ég er forvitinn“ og fær tvenn svör:

„Minn er gerður út gæðaefni og er ofur sætur og einstakur. Ég vildi að ég hefði keypt fleiri en einn.“

„Ég keypti nokkra og kom með þá heim handa fólki sem horfði á mig með undrunarsvip.“

Og áfram halda notendur að dásama pokana góðu:

„Ég fann þá ekki þegar ég fór í búðina, bara plastpokana því miður. Ætli ég verði að fara í aðra ferð til Íslands í þetta sinn um vetur.“

„Kom til baka með prjónaða húfu, rokkbol, Bónuspoka og góðar minningar.“

Einn notandi bendir á að krækja þurfi sér í gömlu pokana. Honum finnist nýja lógóið glatað.

Annar varningur merktur Bónus virðist líka þarfaþing:

„Fjölskyldan mín kom heim með: Bónus merch, og Bónus ljóðabók, jólasveinakrúsir og stuttermabol, íslenskt garn og húfur frá Reðursafninu.“

„Ég fékk mér hatt í Bónus, bara af því að mér fannst hann fyndinn.“

„Ég vildi að þeir hefðu átt hattana síðasta sumar, krakkarnir mínir myndu algjörlega rokka þá með þessu dónalega svíni.“

Mynd: Bónus

Varar við að kaupa mat í túristabúðum

Einn bendir þráðhefjanda á að kaupa mat eins og harðfisk, hvaða lakkríssælgæti sem er og súkkulaði. „En keyptu þetta í matvöruverslunum eins og Bónus, ekki ferðamannabúðum eða flugvellinum. Þetta er það sama þótt það líti öðruvísi út, bara dýrara.“

Mæla með fleiru en Bónuspokunum

Á meðal annarra hluta sem minnst er á og sagðir eru einstakir íslenskir minjagripir eru litlir leirmunir og segist einn hafa keypt sér lítil hringlaga leirker úr hrauni sem séu alveg einstök, annar bendir á bækur með íslenskum þjóðsögum og segist einnig hafa keypt sér bók eftir Auði Jónsdóttur á ensku, einn mælir með súkkulaðihúðuðum svörtum lakkrís, annar keypti ullarklút með sápu í miðjunni, nokkrir benda á salt frá Saltverki, og nokkrir á súkkulaði frá Omnom. Tveir segjast hafa fengið sér húðflúr hér á landi. 

Rúnir, bjórkanna, handskornar trédúkkur, ilmvötn frá Fischer, handgerð hestadúkka („dýr, en mjög krúttleg“), listmunir frá Koggu, notuð 66 norður flík úr Rauða kross búð, handgerðir eyrnalokkar úr hraunsteini og bláum steini sem minna kaupandann á jöklana og ísjakana, kápa, segull, hanskar, húfur eða klútar frá Ice Wear og að klæða sig upp sem víkingar og láta taka portrett á Mink Viking Portrait, úlpa, húfa eða sauðskinn frá Feldur og skartgripir frá Aurum, „Ég tala ekki íslensku“ munirnir, eru einnig hlutir sem eru þarfaþing að kaupa til minningar um Íslandsheimsóknina.

Einn bendir á Þingvellir híbýlasprey frá Kormáki og Skildi og segir það minna sig á Íslandsferðina í hverju spreyi. „Minnir mig á lyktina af eldfjalli, Braud & Co kökum við sólarupprás, göngu um garðana og miðbæ Reykjavíkur. Reykt, sætt og bara dásamlegt. Auðveld leið til að endurheimta minningarnar um ferðina okkar í einum úða. Við reyndum að panta meira en það var stoppað í tollinum í Ástralíu.“

Einn bendir á að ef þráðhefjandi hafi gaman af tónlist þá ætti hann að skella sér í plötubúð og kaupa sér plötur með íslenskum listamönnum. Sjálfur elski hann stuttermabolinn sinn frá Lucky Records.

„Ég keypti íslenska bók (hún er á ensku en skáldsaga sem gerist á Íslandi skrifuð af íslenskum höfundi), pínulitla ullarkind á eldfjallabergi. Tók milljón ljósmyndir og endaði líka á að kaupa margnota poka.“

„Hest, ég á marga vini sem hafa keypt hest á Íslandi.“

Mynd: Unsplash

„Uppáhalds minjagripirnir mínir eru mismunandi hraunsteinar sem ég fann í kringum eyjuna. Þeir voru lausir og eru núna á skrifborðinu mínu svo ég sé þá oft. Annað uppáhald er íslenskt ullarteppi. Ég ætlaði að fá mér peysu en ég bý í Flórída svo ég myndi aldrei klæðast henni. Ég fékk mér teppi í staðinn.“

„Bók um virkilega hræðilegar teiknimyndir Hugleiks Dagssonar.“

„Flestar verslanir eru fullar af túristadrasli eins og lyklakippum, bollum og öðru lunda-/ norðurljósa-/fossa-/ eldfjallaþema, en hafðu í huga að þetta er dýrt.“

„Ég kom með fullt af dóti úr ferðunum mínum, bjór (fínar dósir), lakkrís, salt, gamlar íslenskar bækur (á íslensku, ég les ekki, en það er gaman að rugla gestina mína), vintage póstkort og mynt, en í uppáhaldi hjá mér er svartur sandur í sporöskjulaga áfengisflösku og nokkrir ferskir hraunbitar frá nýlegu Fagradalsfjallsgosi.“

Mælt með nytjamörkuðum og lopapeysum

Einn mælir með að fara í Góða hirðinn ef viðkomandi er á bíl. Annar er á sama máli og segir: „Ég fann uppáhalds minjagripina mína á sparnaðarmarkaði í Reykjavík. Fékk nokkur árgangsbjórglös fyrir um dollar stykkið og vetrarbúnað. Fékk líka ull í lítilli bæjarullarbúð.“

Nokkrir mæla með lopapeysum. „Ég keypti mér peysu í handprjónafélaginu í þriðju ferðinni til landsins, þær eru dýrar og ég bý í Flórída. Hér er samt tundum kalt á veturna og ég ferðast nógu mikið á köldum stöðum til að ég ákvað að fjárfesta loksins í einni peysu sem ég sé alls ekki eftir og ég hef notað hana nokkrum sinnum.“

Mynd: Facebook Handprjónasambandið

Einn segir að honum hafi fundist mjög erfitt að finna minjagripi sem voru í raun framleiddir á Íslandi en voru ekki peysur eða vettlingar. „Þar sem við búum er of heitt fyrir peysur. Hins vegar fundum við að lokum nokkra hluti á síðasta degi okkar þegar við vorum í Heimaey. Svo ef þú skyldir fara þangað skoðaðu gjafavöruverslunina í Eldheimum, þeir voru með ullþæfð tröll, lunda og litla kindasegla.“ Viðkomandi bendir einnig á barnabók um hvernig eigi að bjarga lundaungum og jú þú giskaðir rétt, einnig á matvörupoka frá Bónus.

„Ég styð það, ég kom með nokkra poka heim og sparka í sjálfan mig að hafa ekki keypt fleiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk