Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og einn stofnenda Dineout og Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og einkaþjálfari eru nýtt par.
Vísir greinir frá.
Inga Tinna er lærður verkfræðingur og stofnaði ásamt fleirum Dineout árið 2017, sem býður upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og bíóhús. Viðskiptavinir þurfa aðeins eitt kerfi til að sjá um borðabókanir og matarpantanir líkt og „takeaway“ eða heimsendingar. Kassakerfi (POS) er einnig í boði auk vefsíðugerðar.
Logi er landsþekktur fyrir handboltaferil hans, í dag starfar hann sem einkaþjálfari og sérfræðingur um handbolta í sjónvarpi á Rúv og Stöð 2 sport.