fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Hlynur Freyr þekkir sjómennskuna út og inn – „Þetta hefur alveg skelfilegar afleiðingar fyrir marga“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 10:30

Hlynur Freyr Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Freyr Vigfússon starfar sem skipstjóri í Noregi og er sjómaður af lífi og sál. Hlynur Freyr elskar sjómennskuna en segir hana eiga sér hliðar sem stundum hafa farið illa með marga góða menn. Hlynur hratt nýlega af stað átaki sem ætlað er að styðja við sjómenn sem glíma við andlega erfiðleika eins og þunglyndi, kvíða og alkóhólisma.

„Þó svo meirihluti sjómanna sé með allt sitt á hreinu þá er enn þá þarna brot sem lifir dálítið í gömlum tíma. Þetta er fjölbreytilegt eftir bátum. Því miður lifir það enn góðu lífi þessi pressa eða gefinn réttur að menn detti í það um leið og þeir koma í land. Copendency [meðvirkni] að menn geta í raun hagað sér eins og þeir vilja í landi og sleppa við alla gagnrýni út á sjó, eru þá duglegir sjómenn og gera sitt,“ segir Hlynur Freyr, sem er nýjasti gestur þáttarins Spjallið með Frosta Logasyni.

„Þessi partur af þeirra lífi fellur einhvern veginn í skuggann, prinsippið „Out Of Sight, Out Of Mind“ ræður dálítið þarna,“ segir Hlynur Freyr.

„Þú sérð bara öll gömlu sjómannalögin, það er bara verið að syngja um að fara út á sjó, koma í land, detta í það, ná sér í kellingu og fara aftur út. Þessi rómantík er ekki raunveruleg og þetta hefur alveg skelfilegar afleiðingar fyrir marga.“

Ræða þeir að margir sjómenn hafa unnið eins og skepnur alla ævina og þénað mikið, en peningurinn allur horfið í brennivín, eiturlyf eða spilakassa.

„Já maður hefur séð mörg dæmi um það, í gegnum öll þessi ár, ég er búinn að vera á ótal mörgum skipum og bátum og ég er að sjá sama munstrið hjá mönnum, þeir heita bara mismunandi nöfnum, þetta er nákvæmlega sama munstrið, sömu einkennin, sömu vandamál,“ segir Hlynur Freyr.

Segir hann að í fyrra hafi hann fengið nóg af því að horfa upp á þetta og því farið af stað með verkefni í Noregi þar sem hann býr sem heitir Navigare-Helse.

„Navigare vísar í að ná áttum, koma sér á réttan kúrs í í lífinu. Þetta verkefni er mikið fjölþættara og horfir á aðra hluti en bara neyslu, þetta eru félagsleg vandamál, skuldir, heilsa, þetta er svona alhliða verkefni.“

Dauðsföllum á sjó hefur fækkað

Ræða Hlynur Freyr og Frosti að dauðsföllum á sjó hefur fækkað verulega, áður hafi það nánast verið föst regla að menn færust við störf sín á sjó, en með bættum slysavörnum sé slíkt tilfallandi í dag. Ræða þeir hvort að þeir sem falla fyrir borð í dag séu menn sem ákveða að taka eigið líf. 

„Því miður eru dæmi um þetta og það er eitthvað sem pressar menn að þeim punkti að þeir gera þetta hugsunarlaust, það er mín trú að með betra tilboði af hjálp sem er aðgengileg fyrir sjómenn sé hægt að fækka þessu. Það hefur sýnt sig samkvæmt norskum rannsóknum að sjálfsmorðstíðni sjómanna er hærri, þá eru menn að taka eigið líf í landi. Það verður ekki jafn áberandi, það er rosalega áberandi þegar það gerist á sjó, þá fer allur flotinn að leita og þetta slær alla. Ég held það sé hægt að hjálpa mörgum og forða þessum tilfellum með því að bjóða þeim hjálp.“ 

Þáttinn má horfa á í heild sinni á brotkast.is.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“