fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Bandarískur blaðamaður furðaði sig á þessu í Íslandsheimsókn – „Ég heyrði varla nokkurn ökumann á flautunni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 19:00

Mynd: Talia Lakritz/Insider

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Talia Lakritz sem skrifar pistla fyrir Insider heimsótti Ísland í júní. Lakritz sem búsett er í New York segir að Ísland hafi lengi verið á lista yfir þá staði sem hana langaði að heimsækja og loksins kom tækifærið. Í grein á Insider fer hún yfir ferðina og þá níu hluti sem komu henni mest á óvart í heimsókninni. 

Mynd: Talia Lakritz/Insider

Bláa lónið 

Segir hún vini sína hafa mælt með heimsókn í lónið. „Ég bjóst við að Bláa lónið væri túristagildra og ég yrði fyrir vonbrigðum,“ segir Lakritz, sem var hæstánægð með heimsóknina. Segist hún hafa greitt 93 dali (12.290 kr.) fyrir aðganginn sem innihélt skáp, handklæði, andlitsmaska ​​og drykk á barnum ofan í lóninu. Sturturnar í búningsklefunum voru búnar sjampói, hárnæringu og sturtugeli.

„Ég heimsótti tvö önnur lón á ferðalaginu en Bláa lónið var í uppáhaldi hjá mér. Með fleiri en 700 þúsund gesti árlega samkvæmt US News og World Report, hélt ég að staðurinn yrði of dýr, yfirfullur af fólki að taka sjálfur eða lónið ekki eins blátt og það er sýnt á myndum. Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá að ekkert af þessu átti við rök að styðjast.“

Mynd: Talia Lakritz/Insider

Maturinn var dýrari en hún gerði ráð fyrir 

Lakritz segist alvön dýru matarverði búsett í New York en það hafi komið henni á óvart hversu býr maturinn hérlendis væri. Segir hún það hafa verið þess virði að bóka hótel með inniföldum morgunmat, bæði vegna þæginda og til að spara pening.

„Ég eyddi alls 218,42 dölum (28.866 kr.) í mat í fimm daga ferð, sem er um 44 dalir (5.815 kr.) á dag.“

Minnist hún sérstaklega á ferð í Krónuna þar sem gefins voru ávextir fyrir krakka.  „Ég tók eftir því að sumar íslenskar matvöruverslanir bjóða upp á ókeypis ávexti fyrir krakka. Þegar ég heimsótti Krónuna sá ég tunnu af ávöxtum með skilti sem á stóð „Biti fyrir börnin á meðan þú verslar!,“ sem þýðir „A bite for the kids while shopping“.“

Var tíma að átta sig á verðmerkingum

Lakritz segir það hafa tekið sig tíma að átta sig á verðmerkingum í matvöruverslunum. „Ég var ringluð þegar ég sá skilti í matvöruverslunum með verð eins og 1.999 krónur á kílóið þangað til ég áttaði mig á því að það þýddi í raun 1.999 krónur.“

Mynd: Talia Lakritz/Insider

Akstur hérlendis

Lakritz leigði sér bílaleigubíl og var að keyra í fyrsta sinn utan Bandaríkjanna. 

„Þegar ég bókaði bílaleigubílinn minn varð ég hissa að heyra að flestir bílarnir voru beinskiptir. Ég kann ekki að keyra beinskiptan bíl, þannig að ég varð að passa sérstaklega að panta og fá sjálfskiptan. Ég er heldur ekki vön að keyra hringtorg, en komst fljótt að því að þau eru alls staðar. Það tók mig nokkra daga að venjast tveggja akreina hringtorgum sem koma víða í stað umferðarljósa á gatnamótum, en ég náði tökum á þessu undir lok ferðarinnar.“

Segir hún ökumann hérlendis þó mun betri en í heimaborginni. „Ökumenn á Íslandi eru mun minna árásargjarnir og óþolinmóðir, en þeir heima. Og ég heyrði varla nokkurn ökumann á flautunni.“

Ómalbikaðir vegir

Lakritz minnist einnig á ómalbikaða vegi landsins, og segir hún að þó helstu götur og þjóðvegir séu malbikaðir, þá séu margir vegir sem liggja að ferðamannastöðum, fossum og hótelum malarvegir. Því hafi bílaleigan mælt með sérstakri tryggingu sem kostaði hana 34 dali (4.493 kr.) á dag. 

Bjartar nætur

„Ég trúði því ekki hvað himinninn var bjartur á nóttunni. Ég heimsótti Ísland í byrjun júní og þá er allur sólarhringurinn í dagsbirtu,“ segir Lakritz, sem valdi að nota myrkvunargluggatjöld á hótelum.

Mynd: Talia Lakritz/Insider

Íslenska Costco keimlíkt því bandaríska

Lakritz gerði sér ferð í Costco í Garðabæ og segir að henni hafi fundist hún ganga inn í vöruhús verslunarinnar heima í New York. „Uppsetningin var nákvæmlega sú sama. Eina vísbendingin um að ég væri á Íslandi voru íslensku skiltin og nokkrir hlutir eins og íslenskt smjör, pylsur, gos og harðfiskflök. Ég tók líka eftir ótrúlega miklu magni af breskum vörum.“

Fallegt landslag en fá tré

Landslagið heillaði Lakritz, en hún minnist á að hér eru ekki mjög mörg tré.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk