Ung kona að nafni Mikayla vakti upp deilur á TikTok eftir að hún deildi myndbandi eftir flugferð frá Boston til Flórída í Bandaríkjunum. Spyr Mikayla hvað varð um þá einföldu „siðareglu“ flugfarþega að farþegar yfirgefi flugvélina röð fyrir röð.
Í myndbandinu má sjá farþega sem standa á gangi vélarinnar og bíða eftir að komast út „blokka“ Mikaylu og vinkonu hennar til að standa upp úr þeirra sætum. Í myndbandinu sem hefur fengið yfir 2,4 milljón áhorf skammar hún farþega fyrir að fylgja ekki því sem hún kallar siðareglur flugfarþega.
„Síðan hvenær hættu þær siðareglur í flugi að fara út úr flugvélinni röð fyrir röð?“ spyr hún og vinkonurnar hrista hausinn af vanþóknun. „Förum við ekki öll á sama stað?“ bætti hún við í myndatexta og ljóst er að hún var pirruð út í fólkið sem vildi drífa sig út úr vélinni.
Mikill fjöldi hefur skrifað athugasemdir við myndbandið en alls eru komnar yfir 6500 athugasemdir:
„Flestir vissu ekki einu sinni að það væru til siðareglur og það er fáránlegt. Ég hata það.“
„Farþegarnir standa við hliðina á þér í það sem virðist vera fleiri klukkutímar og þeir lykta.“
„Þetta hefur alltaf verið eftir farrými/sætum. Fyrsta röð, fyrstur út. Síðasta röð, síðastur út. Þar sem allir standa upp á sama tíma, þá er ekkert að fara að gerast fyrr en röðin fer af stað.“
Ein kona sagðist alltaf standa upp til að teygja úr sér en samt bíða. „Ég stend alltaf strax upp og bíð svo eftir að röðin komi að sætaröðinni minni.“
Nokkrir bentu á að farþegar gætu verið að flýta sér að ná næsta flugi. „Sumir hafa 30 mínútur eða minna fyrir tengiflug, svo þeir ættu að fá að fara fyrst út.“
Margir segja að ef þeir sætu við ganginn myndu þeir standa upp um leið og vélin lendir, en aðrir benda á að þannig hindri þeir fólkið sem þarf að fara fyrst út.
„Ég er gaurinn sem stend upp um leið og við lendum. Og ég stend þangað til sætaraðirnar á undan mér tæmast og þá fer ég,“ segir karlmaður.