fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Næsta ævintýri Örnu Báru í heimalandi eiginmannsins – „Alveg svakalega krefjandi verkefni og samkeppnin er grjóthörð“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2023 19:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stutt á milli skemmtilegra ævintýra hjá hjónunum Örnu Báru Karlsdóttur OnlyFans-stjörnu og fyrirsætunni Ian Hachmann. Parið kom til Íslands um miðjan júlí, þar sem þau giftu sig á snekkju. Parið stoppaði stutt á Íslandi og hélt síðan heim til Spánar þar sem þau eru búsett. 

Sjá einnig: OnlyFans-stjarnan Arna Bára gifti sig með stæl á snekkju – Tveggja mínútna athöfn og hoppað í ískaldan sjó

En framundan er næsta ævintýri í heimalandi Hachmann, Argentínu, þar sem hjónin munu taka þátt í stærsta raunveruleikaþætti Argentínu. 

„Við vorum valin til þátttöku í þættinum Bailando, sem er sambærilegur þáttunum So You Think You Can Dance. Við munum þurfa að æfa dans í minnst þrjá tíma á dag. Við þurfum að vera mætt til Argentínu 1. ágúst og vera þar í nokkra mánuði. Umboðsmaður sem við kynntumst úti í síðustu ferð hafði samband og bauð okkur að taka þátt,“ segir Arna Bára í samtali við DV.

Arna Bára er fyrsti útlendingurinn til að taka þátt í keppninni, en fram að þessu hafa keppendur allir verið fæddir í Argentínu. Hún segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um að taka þátt. „Ég þurfti bara fyrst að redda öllu kringum strákana mína til að vera viss um þetta væri hægt og að vera sem minnst í burtu frá þeim.“ 

Hjónin eru númer 27 og telur Arna Bára að danspörin séu í heildina 29, en danspörin samanstanda af bæði atvinnudönsurum og einstaklingum sem þekktir hafa verið fram að þessu fyrir annað en danstakta. Arna Bára er þó ekki stressuð yfir að þurfa að dansa. „Ég hef aðeins dansað áður og keppt í Pole Fitness. Og ég elska að dansa, en ég sé þetta sem alveg svakalega krefjandi verkefni og samkeppnin er grjóthörð,“ segir Arna Bára sem er þegar byrjuð að vinna í teygjanleikanum. 

Mynd: Aðsend

Hjónin þurftu að velja búning fyrir fyrstu myndatökuna. „Ég valdi þetta útlit því þetta sýnir mikið hvernig ég er Over The Top alltaf.“

Mynd: Aðsend

Kynning fyrir þættina er þegar hafin og er þessi mynd af hjónunum notuð til að kynna þau. Arna Bára segir yfir 300 fréttir og færslur hafa birst undanfarna daga um þau og einnig er verið að tala um þau í sjónvarpsþáttum í Argentínu. 

Þættirnir heita fullu nafni Bailando por un Sueño, sem útleggst sem Dansað fyrir drauminn. Alls hafa 14 þáttaraðir verið sýndar frá árinu 2006 auk þriggja hliðarsería á sjónvarpsstöðinni El Trece. Stjórnandi og upphafsmaður þáttanna er argentínski fjölmiðlamaðurinn og athafnamaðurinn Marcelo Hugo Tinelli sem er vel þekktur í heimalandinu.

„Tinelli eigandinn og Angel sem er vinsælasti fréttamaðurinn hjá LAM hafa póstað mjög mörgum færslum um okkur á Twitter, þar sem Tinelli er með um 10 milljón fylgjendur og Angel um 3 milljónir. Þeir hafa póstað mun fleiri færslum um okkur en aðra keppendur. Það er mjög gaman,“ segir Arna Bára.

Hægt er að fylgjast með hjónunum og keppninni á Instagram og Twitter hjá Örnu Báru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur