fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Kynlífsatriði í Oppenheimer veldur usla

Fókus
Sunnudaginn 23. júlí 2023 22:00

Stórmyndin hefur valdið usla í Indlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífsatriði í Hollywood-stórmyndinni Oppenheimer hefur valdið usla í Indlandi og sagði talmaður indversku ríkisstjórnarinnar meðal annars í færslu á Twitter að atriðið sé „hrein árás á hindúsima“.

Eins og alþjóð veit fjallar stórmyndin umtalaða um ævi eðlisfræðingsins, Robert J. Oppenheimer, föður kjarnorkusprengjunnar.

Í myndinni er sjóðheitt og áhrifamikið kynlífsatriði milli Oppenheimer, sem leikinn er af Cillian Murphy, og kollega hans Jean Tatlock, sem leikin er af Florence Pough.

Tekur sér stutt hlé frá ástaratlotunum og þá gengur persóna Pough að bókaskáp og tekur út eintak af Bhagavad Gita, heilögu riti í augum hindúa, og biður Oppenheimer að lesa upp úr því. Hann tekur við bókinni og les upp áhrifamikla setningu og síðan heldur parið bólbrögðunum áfram. Það er ekki síst sú staðreynd að persóna Pough heldur enn á handritinu heilaga þegar kynmökin hefjast að nýju sem hefur vakið hörð viðbrögð.

Eins og aðrar þjóðir flykktust Indverjar í kvikmyndahús til að berja dýrðina augum en fjölmargir mótmæltu svo harðlega á samfélagsmiðlum þegar áhorfinu var lokið.

Í áðurnefndri færslu sem beint var að framleiðendum myndarinnar, fordæmir Uday Mahurkar, talsmaður indversku ríkisstjórnarinnar atriðið. Segir hann meðal annars að Hollywood fari mun mildari höndum um múslima og þeirra trúarrit og krefst þess að hindúar njóti sömu virðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“