Hjónin Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og Markus Wasserbaech giftu sig í dag og það í annað sinn.
Hjónin eru búsett í Stuttgart í Þýskalandi ásamt dóttur sinni og giftu sig 21. janúar í fyrra við litla athöfn í ráðhúsinu þar þegar tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi vegna kórónuveiruheimsfaraldurs.
Katrín Edda er vinsæl á Instagram þar sem hún er með yfir 30 þúsund fylgjendur og hefur hún verið dugleg að sýna frá undirbúningi brúðkaupsins.
Hjónin giftu sig í Garðakirkju og veislan fer fram á Grand hótel.
„Þetta er búið að ganga svo vel og ég elska fólkið sem er búið að vinna með okkur,“ sagði Katrín Edda í gær við undirbúning í salnum.
Skreytingaþjónustan og Döggblóm sáu um skreytingar, gestabók og annað í þeim stíl kom frá Prentsmiður, nammibar var fyrir gesti, myndakassi var frá Rentaparty, bakgrunnur fyrir myndatökur var frá Balún, Alexandra Sif Nikulásdóttir sá um að farða Katrínu Edda, móður hennar, tengdamóður og Berglindi bestu vinkonu hennar, Ívar Eyþórsson sá um að mynda.