fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fókus

Var opinbera sagan um morð JFK lygi?

Fókus
Föstudaginn 21. júlí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er eitthvað í þessum heimi betra, á jafn gráum og óspennandi föstudegi, heldur en góð samsæriskenning? Líklega ekki. Þá er um að gera að hlusta á félagana hlaðvarpinu Álhatturinn, sem hafa tekið að sér það óeigingjarna starf að fræða landsmenn um þær fjölbreyttu samsæriskenningar sem lagðar hafa verið fram, og er úr nægu að taka. Sem dæmi má nefna vinsæla samsæriskenningu um að miðaldirnar hafi aldrei átt sér stað heldur hafi verið skáldaðar upp, svo er kenningin um að við búum í raun í sýndarveruleika, að tunglið sé hollt að innan, að Elvis Presley sé lifandi, að 11. september hryðjuverkin hafi verið skipulögð af Bandaríkjunum og að leynileg samtök frímúrara stjórni í raun heiminum. Sumar kenningar eru galnar, eins og að jörðin sé flöt, en aðrar kenningar geta verið skuggalega sannfærandi.

Að þessu sinni tekur Álhatturinn fyrir eina vinsælli samsæriskenningur fyrr og síðar – Að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti hafi í raun verið myrtur af aðilum djúpríkis Bandaríkjanna.

Álhatturinn er nýlegt hlaðvarp þar sem félagarnir og grúskararnir Ómar Þór, Guðjón Heiðar og Haukur Ísbjörn rannsaka og rökræða samsæriskenningar á léttum nótum! Í fyrsta þætti ræddu þeir um samsæriskenningar almennt ásamt því að kynna fyrirkomulag þáttanna en í næsta þætti tóku þeir fyrir umdeilda kenning um að söngkonunni Avril Lavigne hafi verið skipt út fyrir loddara.

Hlustendur fá að taka virkan þátt í gegnum umræðuhóp þáttanna á Facebook. Þar fá hlustendur að gefa upp sitt álit á kenningunni sem tekin er fyrir, bæði áður en þátturinn fór í loftið og svo aftur á eftir hlustun. Þegar kosið var um kenninguna um Avril Lavigne voru hlustendur fremur vantrúaðir fyrir þáttinn, eða gáfu meðaleinkunina 3 – en einkuninn er hærri eftir því hversu mikið hlustandinn trúir á samsæriskenninguna – umfjöllun Álhattarins gerði það svo að verkum að vantrúin jókst mikið, eða niður í 1,7.

En kenningin um fyrrum Bandaríkjaforseta, eða JFK eins og hann er gjarnan kallaður, er greinilega meira sannfærandi. Hlustendur voru beðnir um að taka afstöðu til fullyrðingarinnar: „Opinbera sagan á JFK morðinu er lygi og það eru brögð í tafli?“

Meðaltalið að þessu sinni var 9, en 72 prósent þeirra sem svöruðu gáfu kenningunni fullt hús, eða 10.

@alhatturinn #jfk #jfkconspiracy #jfkconspiracytheories #rfkjr #rfk #johnfkennedy #magicbullet #magicbullettheory #singlebullet #singlebullettheory #podcast #samsæri #fyp #fypiceland #hlaðvarp #samsæriskenningar #illuminati #conspiracytiktok #leeharveyoswald ♬ original sound – Álhatturinn

Hver drap JFK?

Ef þú varst uppi og ekki smábarn árið 1963 er nánast öruggt að þú munir nákvæmlega hvar þú varst þegar þú heyrðir fréttina um að John F. Kennedy bandaríkjaforseti hafi verið myrtur um hábjartan dag í Dallas Texas. Allar götur síðan hafa þrálátar og háværar samsæriskenningar um hver eða hverjir báru ábyrgð á morðinu. Bandarísk yfirvöld handtóku Lee Harvey Oswald og var honum gert að sök að hafa myrt forsetan vinsæla. Oswald neitaði samt sök, en honum gafst ekki færi á að verja sig þar sem hann var sjálfur myrtur aðeins þremur dögum síðar. Það eru þó margir sem efast um þær skýringar sem stjórnvöld hafa gefið í málinu og telja að ef Oswald var vissulega sekur, þá sé í það minnsta ómögulegt að hann hafi verið einn að verki.

Þessi samsæriskenning er áhugaverð fyrir þær sakir hversu rótgróin hún er í samvitund mannanna og þessi niðurstaða gefur til kynna að þarna sameinist fólk óháð stjórnmálaskoðunum, en JFK var demókrati sem flestir sem gjarnan eru skilgreindir hægra megin línunnar telja þó að hafi verið myrtur vegna andstöðu sinnar við hið svokallaða “djúpríki” í Bandaríkjunum. Vitað er að hann hafði átt í útistöðum við hernaðaryfirvöld og hátt setta aðila innan leyniþjónustu Bandaríkjanna. Atburðir eins og árásin á Svínaflóa sem endaði með hörmungum fyrir Bandaríkjamenn, ásamt ákvörðun hans um að ráðast ekki inn í Kúbu þegar Kúbudeilan stóð sem hæst féll illa í kramið hjá mörgum innan þeirra geira. Strákarnir fara í gegnum allt það helsta sem efasemdarmenn opinberu skýringarinnar hafa haft fram að færa, byssukúlan ótrúlega, krufningin undarlega og lygilegu eftirmálarnir verða skoðaðir og er óhætt að segja að um nóg sé að ræða þegar kemur að þessu efni.

Þáttastjórnendur gefa sjálfir einkunn, fyrst þegar umfjöllunarefnið er ákveðið og svo að þætti loknum og kemur þá í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst. Einnig verður gerð önnur könnun meðal facebook hópverja næstkomandi mánudag og þá verður líka tilkynnt hvað fjallað verður um í þætti 4, en þættirnir koma út á tveggja vikna fresti.

Málsmetandi aðili þáttarins að þessu sinni er enginn annar en Sæmi Rokk, einn frægasti lögreglumaður landsins, rokkdansari af Guðs náð og fyrrum lífvörður Bobby Fischer, en hann er tvíburabróðir afa Guðjóns Heiðars, Magnúsar Pálssonar sem lést árið 2015. Sæmi gefur álit sitt á kenningunum um Kennedy, en hann var mikill aðdáandi hans og bróðir hans, Bobby Kennedy, sem einnig var myrtur árið 1968.

Álhatta-menn lofa góðri skemmtun en þeir segja: „Við mælum því með að koma sér vel fyrir, setja upp álhattinn ykkar og skella þættinum í gang! Þeir sem vilja taka þátt í umræðunum kringum kenningarnar sem fjallað er um geta svo beðið um inngöngu í umræðuhópinn á Facebook! Góða skemmtun!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?

Sannleikurinn á bak við samband Aniston og Pascal – Meira en bara vinir?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg segir óumbeðnar athugasemdir hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína – „Þú hefur þyngst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórna fjárfestingasjóðirnir BlackRock og Vanguard heiminum?

Stjórna fjárfestingasjóðirnir BlackRock og Vanguard heiminum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar

Ragnhildur segir að þetta sé besta fæðið eftir lyftingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“

„Þeir finna að þeir eru meira en bara glæpamenn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“

„Ég var bara átján ára og ég er allt önnur manneskja í dag en ég var fyrir ári síðan“