fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Neitaði að skipta um flugsæti svo fjölskylda gæti setið saman

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 21:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðalangurinn Tammy Nelson hefur aldeilis vakið umræðu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir að myndband hennar á TikTok fór sem eldur í sinu fyrir nokkrum dögum.

Í myndbandinu segir Nelson frá því að hún hafi komið um borð í flugvél og þá hafi kona setið í hennar sæti, sem var gluggasæti. Þegar Nelson benti konunni á að hún væri í sætinu hennar svaraði konan: „Ó viltu sitja hér? Mér datt í hug að við gætum skipt um sæti af því þetta eru börnin mín.“ Benti konan á börnin sem sátu í sætunum tveimur við hlið sætis Nelson.

Svaraði Nelson því til að hún væri alveg til í það ef sæti móðurinnar væri líka gluggasæti, svo var þó ekki heldur var um miðjusæti að ræða í röðinni fyrir aftan, og neitaði Nelson þá að skipta um sæti.

@myconquering Having had only 90 minutes of sleep the night before and knowing I had to give a presentation to 500 people, I desperately needed some sleep, so I did not agree to switch seats. 🤷‍♀️ Before anyone comes after me… the kids looked like they were about 11 and 15 years old. And the mom was in arms-reach of both of them from the middle seat in the row behind us. The mom proceeded to complain for at least 15 minutes to the person next to her loud enough for me to hear. But the woman actually defended me – several times. It was so kind and I appreciated it so much because I was feeling really guilty. 🤦‍♀️ ##airplaneseat##seatswitching##airplanekarens ♬ original sound – MyCONQUERing

Spyr Nelson fylgjendur sína á TikTok hvort það hafi verið rangt af henni að færa sig. Til að útskýra neitun sína sagðist hún hafa verið illa sofin eftir nóttina á undan og var á leið að fara að halda vinnufyrirlestur fyrir framan stóran hóp af fólki. Og þar sem miðjusæti í flugvél er ekki það besta til að fá einhvern svefn þá neitaði hún að skipta um sæti. „Áður en einhver brjálast út í mig þá litu börnin út fyrir að vera 11 og 15 ára og mamman var rétt hjá þeim allt flugið.“ Segir hún að móðirin hafi kvartað í gott korter við farþegann við hlið hennar yfir tillitsleysi Nelson að vilja ekki skipta um sæti, Sá farþegi hafi þó tekið málstað Nelson. „Mér fannst það mjög vingjarnlegt og ég kunni vel að meta það af því ég var með smá samviskubit yfir að vilja ekki skipta um sæti.“

Í athugasemdum taka flestir hlið Nelson en ekki móðurinnar:

„Þó að ég hefði verið til í að skipta þá sýnir móðirin frekju og yfirgang með því að vera þegar sest í sætið áður en hún biður um skipti, þannig nei ég hefði allan daginn neitað að skipta.“

„Þriggja barna móðir hér og ég hefði líka svarað neitandi. Ég borga fyrir að fjölskylda mín geti setið saman.“

„Fjöldi þeirra fjölskyldna sem týma ekki að borga til að sitja saman er rosalegur. Þú varst í 100% rétti til að segja nei.“

„Þau áttu að bóka sæti saman ef þau vildu sitja saman.“

Hvaða siðareglur eiga við í svona tilviki?

People spurði ferðaráðgjafnn Nicole Campoy Jackson um hennar skoðun á málinu og hvaða „siðareglur“ eru réttar þegar svona háttar til.

„Í þessu tiltekna tilviki þá skil ég Nelson mjög vel, fyrirfram bókað gluggasæti er ekki það sama og miðjusæti,“ segir Jackson. „Til að koma í veg fyrir svona tilvik ættu farþegar sem ferðast saman og vilja sitja saman að bóka sæti sín saman fyrirfram, hvort sem það er gjaldfrjálst eða þarf að greiða fyrir. Þú getur ekki farið um borð í flugvél og gert ráð fyrir að einhver yfirgefi sæti sitt fyrir þig.“

Flugfarþegar þekkja flestir að ýmist er boðið upp á sætaval og það innifalið í flugfargjaldinu eða farþegar geta valið að greiða fyrir önnur sæti, til dæmis með rýmra fótarými. Oftast er sætaval gjaldfrjálst fyrir börn og sem dæmi má nefna að í skilmálum Icelandair segir: „2.7. Sætisval er gjaldfrjálst fyrir börn (2-11 ára) og ungbörn (yngri en 2 ára). Greiða þarf fyrir sæti með meira fótarými handa börnum og ungbörnum. Sum sæti með meira fótarými standa ekki til boða fyrir börn og ungbörn, vegna tiltekinna verkferla og öryggisreglugerða.“

Jackson segir sætabreytingu um borð ekki vera ábyrgð þess sem beðinn er um að færa sig, eins og Nelson var beðin um. Það sé á ábyrgð flugfélagsins, eða réttara flugþjóna, að stíga inn ef einhver neitar að skipta um sæti. Þannig er viðkomandi tilfelli komið í hendur flugþjóna, en ekki á ábyrgð farþegans.

Ekki ætlast til að fá sérmeðferð

Segir Jackson að flugfarþegar eigi almennt ekki að ganga um borð og ætlast til að fá sérmeðferð. „Ekki gera ráð fyrir að aðrir vilji skipta við þig, sérstaklega ef þú ert að biðja þá að færa sig í verra sæti.“

Einn netverji kom með athugasemd sem tekur mið af skoðun bæði Nelson og móðurinnar: „Ég tel að það sé jafnmikið í lagi að biðja um skipti, eins og það er í lagi að neita. Við verðum að átta okkur á að það að segja nei er ekki móðgun, alveg eins og það að biðja um eitthvað er ekki dónaskapur.“

„Held að það sé í lagi að spyrja eins og það sé í lagi að segja nei,“ skrifaði álitsgjafinn. „Við verðum að viðurkenna sem samfélag að það sé ekki móðgandi að segja „nei“ við eitthvað og að biðja um eitthvað sé ekki dónalegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk