fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Braut Bond-leikarinn konunglegar siðareglur um helgina?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 12:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton, prinsessa af Wales og hertogaynja af Cornwall og Cambridge, var á meðal fjölmargra frægra gesta á tennismóti karla sem fram fór á Wimbledon um liðna helgi. 

Á myndum frá mótinu má sjá að hún hittir Bond-leikarann Daniel Craig og leikkonuna Rachel Weisz og á við þau gott spjall, en leikarnir sátu í sérstakri stúku sem frátekin er fyrir konungsfjölskylduna og gesti hennar (e. Royal Box). Má sjá Craig halda hönd Katrínar í sinni og heilsa henni með vingjarnlegum hætti.

Mynd: Getty

Netverjar hafa sumir hneykslast á því að leikararnir hafi verið of kumpánlegir við hertogaynjuna og ekki heilsað henni samkvæmt konunglegum siðareglum. Katrín hefur þó verið þekkt fyrir það áður að láta reglurnar ekkert trufla sig.

Ritstjóri Daily Mail, Richard Eden, gagnrýnir framkomu leikarana í færslu á Instagram: „Þessi mynd truflar mig. Það var kannski ekki pláss fyrir Weisz og Craig til að hneigja sig, en gátu þau í það minnsta ekki staðið upp þegar þau heilsuðu prinsessunni af Wales? Og gat Craig ekki tekið niður sólgleraugun?“

Höfuðhneiging og hneiging eru talin merki um virðingu þegar einstaklingur hittir meðlim konungsfjölskyldunnar, en slíkt er þó ekki skylda. Á vefsíðu konungsfjölskyldunnar má sjá siðareglurnar og kemur þar fram að margir kjósi að hneigja sig þegar þeir hitta konunglega meðlimi. Karlmenn hneigi höfuð sitt, meðan konur beygja sig lítt í hnjánum. Aðrir kjósi þó að heilsa með hefðbundnum hætti með handabandi.

Svona eiga konur að hneigja sig samkvæmt reglunum.
Mynd: Getty

Bond-leikarinn góðkunni er þó kannski ekki eins og almúginn, hann hefur lengi átt gott samband við koungsfjölskylduna, hefur boðið þeim á tökustaði mynda sinna, var nýlega gerður meðlimur í reglu St. Michael and St. George og árið 2012 lék hann í stuttmynd ásamt Elísabetu Englandsdrottningu sem sýnd var á opnunarhátíð Olympíuleikana í London. 

Katrín afhenti bikara til gull- og silfurverðlaunahafa mótsins og má sjá Carlos Alcaraz og Novak Djokovic hneigja sig áður en þeir taka við verðlaununum frá hertogaynjunni. Allt til ársins 2003 var það regla að keppendur á Wimbledon mótinu áttu að ganga inn á völlinn, snúa sér að konunglegu stúkunni og hneigja sig, síðan var þeirri reglu breytt að aðeins skyldi hneigja ef Elísabet drottning og/eða sonur hennar og næstur í krúnuröðinni Karl Bretaprins (nú konungur) sætu í stúkunni. Keppendur hneigðu sig þó ekki í ár fyrir Karli og eiginkonu hans Camillu.

Mynd: Getty

Ef almenningi finnst þessar siðareglur furðulegar í nútímanum þá er jafnvel enn furðulegra að meðlimir konungsfjölskyldunnar hneigja sig fyrir hver öðrum, enn það á reyndar aðallega við þegar langt er síðan viðkomandi hittust síðast. Þessi siðaregla er eitt af mörgum sem Meghan Markle furðaði sig á þegar samband hennar og Harry fyrrum Bretaprins hófst. Þegar hún rifjaði atvikið upp í Netflix þættinum Harry og Meghan sagði hún:

 

„Ég man þegar við vorum í bílnum og vorum að keyra upp að höllinni þá segir Harry: „Þú kannt að hneigja þig er það ekki?“ Og ég hélt að þetta væri grín. Hvernig útskýrir þú þetta fyrir fólki? Hvernig útskýrir þú það að þú átt að hneigja þig fyrir ömmu þinni og þú þarf að hneigja þig? Sérstaklega fyrir bandaríkjamanni. Þetta er skrýtið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun