Kourtney Kardashian nýtur sumarsins og hefur verið dugleg að deila myndum af sér á Instagram, þar sem hún leyfir óléttukúlunni að njóta sín.
Kourtney sem er 44 ára og elsta systkinið í Kardashian/Jenner systkinahópnum, á von á sínu fjórða barni, dreng, sem er fyrsta barn hennar með eiginmanninum, Travis Barker tónlistarmanni. Hann á svo tvö börn fyrir þannig að barninu tilvonandi ætti ekki að leiðast í stórum systkinahópi.
Hjónin tilkynntu samband sitt í janúar 2021, giftu sig í Las Vegas 3. apríl 2022 og rúmum mánuði síðar, 15. maí 2022, giftu þau sig með viðhöfn í Portofino á Ítalíu. Hjónin hafa talað opinskátt um þá erfiðleika sem þau hafa upplifað, en þau reyndu að eignast barn með hjálp tæknifrjóvgunar og hafði ferlið slæm áhrif á heilsu Kourtney.