fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Missti sex kíló á einum mánuði með því að leggja af þessa algengu venju

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 10:32

Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirror í Bretlandi ræðir í dag við ástralskan mann að nafni James Swanwick. Hann segist hafa drukkið það magn af áfengi á hverjum degi sem þykir nokkuð eðlilegt, a.m.k. í áströlsku samfélagi. Hann ákvað hins vegar að prófa að hætta að drekka áfengi í 30 daga og á þeim tíma léttist hann um 6 kíló. Kílóunum tapaði hann við það að kviðfita minnkaði en það þykir einkar erfitt að ná af sér kviðfitu með líkamsrækt.

Swanwick tók þessa ákvörðun 13. mars 2010 og að 30 dögunum liðnum ákvað hann að halda bindindinu áfram og hefur ekki drukkið áfengi síðan. Hann heldur úti vefsíðunni Alcohol Free Lifestyle sem sérhæfir sig í aðstoð við einstaklinga sem njóta velgengni í starfi en eiga í vandræðum með áfengisdrykkju.

Hann segir það hafa komið sér mjög á óvart hversu hratt hann léttist þegar hann ákvað að prófa að hætta að drekka áfengi.

Swanwick segir að í ástralskri drykkjumenningu sé það félagslega samþykkt að drekka nokkur vínglös með kvöldmatnum á virkum dögum og þó nokkuð af köldum bjór um helgar. Hann fylgdi þessu mynstri til að falla í hópinn og hafa gaman. Það leit ekki út fyrir að hann ætti við vandamál að stríða.

Þegar nokkuð var liðið á fertugsaldurinn var hann hins vegar orðinn sljórri og pirraðri. Andlitið var þrútið og hann átti í vandræðum með svefn. Hann fór á A.A fund en komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki talist vera alkóhólisti.

Þegar hann var staddur í Bandaríkjunum fór hann snemma að morgni á pönnukökustað og ætlaði að fá sér mikinn morgunverð til að losna við timburmennina eftir mikla drykkjunótt. Myndir á veggjum staðarins af fitugum mat vöktu hins vegar ógleði hjá honum. Þá tók hann ákvörðunina um að prófa að sleppa áfengi í 30 daga til að ögra sjálfum sér.

Hann segir vini sína hafa strítt sér og sagt að hann gæti varla verið ástralskur. Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðastar en hann fór að sofa betur, leið almennt betur og varð skýrari í kollinum. Að 30 dögunum liðnum voru kílóin sex fokin en hann gerði ekkert annað til viðbótar við að sleppa áfengi. Swanwick varð orkumeiri, átti meiri peninga og húðin leit betur út.

Árangurinn fyllti hann svo miklu sjálfstrausti að hann sótti um starf sem íþróttafréttamaður og fékk það. Að einu ári liðnu án áfengis hafði hann lést um 11, 3 kíló og stofnaði til nýrra vináttusambanda og gekk líka betur þegar kom að rómantíkinni.

Síðan þá hefur hann kennt þúsundum manna að lifa áfengislausu lífi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Í gær

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nær óþekkjanlegur eftir sambandsslitin – „Eins og víkingur“

Nær óþekkjanlegur eftir sambandsslitin – „Eins og víkingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“