fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fókus

Vinkonur Katrínar Eddu gæsuðu hana með miklum tilþrifum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. júlí 2023 21:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og Markus Wass­er­baech eru stödd á Íslandi, þar sem þau hyggjast gifta sig og það í annað sinn.

Hjónin eru búsett í Stuttgart í Þýskalandi ásamt dóttur sinni og giftu sig 21. janúar í fyrra við litla athöfn í ráðhúsinu þar þegar tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi vegna kórónuveiruheimsfaraldurs.

„Mikið verður gaman að fagna ástinni aftur eftir rúmar tvær vikur og núna í faðmi enn fleiri ástvina með yndislegri kirkjuathöfn og alvöru brúðkaupsveislu. Get ekki beðið,“ sagði Katrín Edda í færslu á Instagram 6. júlí.

Markus og Katrín Edda
Mynd: Instagram

Á laugardag komu vinkonur Katrínar Edda henni rækilega á óvart með gæsun. Vinkonurnar buðu upp á heljarinnar dagskrá og skemmtun. Dagurinn hófst í World Class þar sem Katrín Edda var látin klæðast sem Na’vi kona úr Avatar kvikmyndunum, en hún er mikill aðdáandi myndanna, þar fór Katrín Edda í kraftakeppni sem hún vann, næst var haldið í brunch, niður í miðbæ í leiki og skemmtun og næst í Kramhúsið þar sem vinkonurnar lærðu dansrútínu. 

Mynd: Instagram

„Sem við masteruðum þrátt fyrir að ég sé hörmuleg að muna skref og sé með mjaðmahreyfingar á við hreyfihamlaðan flóðhest,“ segir Katrín Edda í færslu á Instagram.

Síðan var haldið í spa og dekur, og næst í kvöldmat og karókí. 

„Ég viðurkenni að ég var gjörsamlega BÚIN á því klukkan 20:30,  en lifði samt til miðnættis og fór þá heim og svaf í öðru herbergi, sem var mikill lúxus. Takk elsku bestu mínar fyrir skemmtilegasta dag lífs míns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“