Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjar, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunar, birti fallega ástarkveðju til sambýlismanns síns, Jóhanns Sveinbjörnssonar, í færslu á Instagram.
Á föstudag var ár liðið frá því parið kynntist fyrst og hélt Brynja fyrst að Jóhann væri spænskur, en blótaði því síðan örstutt að hann er íslenskur.
„14.07.2023 – Búin að dansa við þig í eitt ár, fyrst á Irish pub í Helsinki og nú síðast í Stykkishólmi. 365 dagar síðan eitt „hæhæ“ frá einhverjum sætum spánverja (að ég hélt) breytti lífinu. Niðurrignd blótaði ég þvi að þú værir íslendingur í örfáar sekúndur.. Þó það sjái það nú langflestir hvað mér líður vel þá finn èg það svo í kjarnanum mínum hvað lífið er gott með þér.“
Þakkar Brynja sínum heittelskaða fyrir að elska sig skilyrðislaust og taka henni eins og hún er með öllum kostum og göllum. Segir hún Jóhann styðja sig og styrkja í öllum verkefnum.
„Takk fyrir að sjá allar hundrað beyglurnar mínar sem fallegar. Fyrir að taka mér og óhefðbundnu sögunni minni og troðfulla bakpokanum mínum, fyrir að taka öllum perlunum sem ég hef sankað að mér sem þínum. Elska þig fyrir að leyfa mér að vera ég, stór stundum.. en oft svo pínu lítil, fyrir að hlusta, skilja, vera öryggið mitt og aldrei nota örin mín gegn mér. Fyrir að lyfta mèr og stækka mig, styðja mig í öllu, alltaf, standa upp fyrir mér sama hvað og fyrir að velja að fara í ævintýrin með mér og taka mig með í þín. Fyrir að treysta mér fyrir gullmolunum þínum og taka mínum mola opnum örmum.
Er enn með stjörnur í augunum yfir þér alla daga að bíða eftir að fiðrildin hverfi sem þau vonandi gera aldrei. Ætla að dansa við þig út lífið ástin mín og í því næsta. Elska þig JB.“
View this post on Instagram
Bæði eiga börn úr fyrri samböndum og keypti parið fasteign saman í Garðabæ nú í vor og hafa staðið í framkvæmdum þar síðan.