fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Tara Sif gæsuð – „Á bleikasta skýinu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 16:00

Tara Sif Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali á fasteignasölunni Lind og dansari var gæsuð af vinkonum sínum um helgina. Tara Sif og Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögmaður giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí í fyrra og greindu frá í september. Lofuðu þau þá að halda veislu síðar, sem nú virðist stefna í.

Sjá einnig: Tara Sif og Elfar Elí létu pússa sig saman í Vegas

„Á bleikasta skýinu eftir skemmtilegasta dag lífs míns. Ég er alltof heppin með konurnar mínar!!! ELSKA YKKUR,“ segir Tara Sif í færslu á Instagram. 

Eins og sjá má var þema gæsapartýsins Tara air, en Tara Sif starfaði sem flugfreyja hjá WOW air og var andlit fyrirtækisins í auglýsingum þess. Tara Sif skipti þrisvar um fatnað þennan skemmtilega dag og einn þeirra var í stíl við goðsagnakenndan heilgalla Britney frá árinu 2000 í myndbandi lagsins Oops!…I Did It Again.

Tara Sif hefur getið sér gott orð sem dansari og danskennari um árabil og nýtur einnig vinsælda á Instagram. Hún er annar stofnandi SoFestive, fyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefna- og viðburðarstjórnun.

Elfar Elí fór á skeljarnar í byrjun árs 2022 á Kistufelli í sólsetrinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live