fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

ISSI syrgir vin sinn sem dó langt fyrir aldur fram

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 15:00

ISSI/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn og tónlistarmaðurinn Ísleifur Atli Matthíasson sem er þekktur undir listamannsnafninu ISSI er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Götustrákar á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem er aðgengileg á Youtube-síðu þáttarins ræðir ISSI meðal annars um vin sinn sem féll nýlega frá af völdum fíkniefnaneyslu:

„Félagi minn var að deyja um daginn.“

Hann segir frá því hvaða tónlist hann hafi hlustað á til að takast á við missinn. Þáttastjórnendur, Bjarki Viðarsson og Aron Mímir Gylfason, spurðu hann þá nánar út í fráfall vinar hans.

„Ég var að missa þennan strák sem ég átti heima hjá.“

Bjarki og Aron vottuðu ISSA samúð sína sem benti á skammstöfunina LLDT sem saumuð er á hettuna á peysunni sem hann klæddist í þættinum og sagði það standa fyrir:

„Lengi lifi Danni Tryggva.“

Ræddu þeir þrír í kjölfarið þann mikla vanda sem hefur geisað í íslensku samfélagi sérstaklega vegna ofneyslu ópíóða og ótímabærra dauðsfalla af þeim orsökum og meira um vin ISSA. Varð ISSA að orði:

„Maður er að sjá fólk falla út um allt. Að horfa upp á þetta er fokking sárt. Ég er í ágætu sambandi við fjölskylduna hans og það er bara ógeðslega sárt að sjá þetta.“

ISSA vann með Daníel heitnum vini sínu að tónlist. Eftir fráfall hans tók ISSI eitt laganna sem þeir félagar gerðu saman úr dreifingu en sér núna eftir því. Hann gerði hins vegar lag til minningar um þennan vinn sinn og segist hafa gefið það út fyrir nokkrum dögum á vefsvæðinu Soundcloud.

ISSI hefur þekkt fleiri einstaklinga sem látist hafa fyrir aldur fram vegna ofneyslu lyfja eða annarra fíkniefna:

„Það er ein stelpa sem ég þekkti líka sem dó mánuði áður en Danni fór, af sömu ástæðu.“

ISSI er 21 árs gamall og segir að stelpan sem lést hafi verið einu ári yngri en hann.

Hann segist hafa séð undanfarið talsvert af færslum til minningar um unga menn á sama aldri og hann sjálfur. Hann er ekki viss um að sé að ræða í öllum tilfellum dauðsföll vegna ofneyslu fíkniefna. Það sé hins vegar í mörgum tilfellum ekki ólíkleg orsök í ljósi þess að dauðsföllinn séu að gerast á sama tíma og vitað er að neyslan sé mikil.

Þáttastjórnendur sem eru um áratug eldri en ISSI spurðu hann hvort ungmenni í dag sem enduðu í fíkniefnaneyslu færu beint í neyslu harðari efna eins og verkjalyfsins Oxýkontín eða krakks. ISSI var ekki alveg viss en hélt að algengt væri að byrjað væri á neyslu kókaíns:

„Kókið er fokking þrælvinsælt. Það eru langflestir að taka þetta sem eru að djamma. Maður hefur verið sjálfur þar. Ég náði að „kutta“ það út en sem betur fer var ég ekki kominn í alvarlega neyslu.“

Hann segir þó að kókaín sé út um allt og hann verði mikið var við það.

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimunum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“