Þegar að sólin lætur loksins sjá sig á klakanum, líkt og undanfarna daga, verður landinn eins og kálfar að vori. Það er þétt setið fyrir utan veitingastaði og bari þar sem vinahópar njóta sólarinnar, oft með drykk í glasi.
En eins og við öll vitum, þá er áfengi smekkfullt af hitaeiningum, mismiklum þó eftir tegundum. En haldi veðrið áfram að leika við okkur má því búast að einhverjir sitji eftir með bjórbumbu og kokteilkíló í sumarlok.
Þá er um að gera að velja drykki með hóflegra magni hitaeininga, til að mynda léttbjór frekar en venjulegan bjór, skauta fram hjá dísætum kokteilum og hafa í huga að oft er gosið, eða blandið, er með mun meira af hitaeiningum en sjálft áfengið.
Hér má sjá nokkra drykki sem eru neðarlega á lista er varðar hitaeiningar í sumarbúsinu.
Vodka í sódavatni
Almennt eru glært, sterkt áfengi, meira fitandi en það sem dekkra er. Vodka með sódavatni hljómar kannski ekki mest spennandi allra drykkja en það má óneytanlega hressa upp á drykkinn til að mynda með sneiðum af sítrónu eða límónu. Það er einnig snjallt að breyta til og setja agúrkusneið og myntu.
Það eru 133 hitaeiningar í 225 ml. glasi af vodka með sódavatni.
Hvítvín
Það er misjafnt eftir tegundum hversu mikið af hitaeiningum er í hvítvíni en Pinot Grigio og Chardonney vín eru góður kostur.
Það eru 123 hitaeiningar í hverjum 150 ml. af ofangreindum tegundum en 150 er stöðluð stærða hvítvínsglasa á flestum vínveitingahúsum.
Það er einnig snjallt að drýgja vínið með sódavatni eða setja ferska ávexti á við jarðarber eða vínber ofan í drykkinn.
Bjór
Það eru komnar margar tegundir af léttbjór í verslanir ÁTVR sem allar eiga þær sameiginlegt að innihalda mun minna magn hitaeininga en eldri bjórtegundir. Það fer mjög eftir tegundum hversu mikið af hitaeiningum þær innihalda en það er til að mynda algengt að hinn ,,venjulegi” bjór innihaldi um 42-50 hitaeiningar á hver 100 ml. en sá létti aðeiðs 27-30 hitaeiningar
Tequila
Tequila hefur orð á sér fyrir að gera fólk kannski hressari en ætlast var til og því kannski ekki snjallasti drykkur á sunnudagseftirmiðdegi á Austurvellinum en það má tequila eiga að það er lágt í kaloríufjölda. Gott skot af tequila, yfirleitt skolað niður með límónu og oft salti, inniheldur aðeins 99 hitaeiningar þrátt fyrir að vera hátt í alkóhólmagni.
Það má einnig blanda tequila í sódavatn eða jafnvel kókosvatn sem breytir drykknum umsvifalaust í býsna sumarlegan kokteil.
Gin og tonic
Gin og tonic er með vinsælustu áfengu kokteilum í heimi. Gin er með þeim sterku víntegundum sem innihalda hvað fæstar hitaeiningar en það er tonicið sem eru öllu meira fitandi. Það er lítið mál að skipta út venjulega tonic fyrir sykurlaust en vandamálið er að diet tonic er ekki að finna í öllum verslunum og þá síst stóru keðjunum. Það má frekar finna diet tonic í smærri hverfabúðum á við Melabúðina og sérverslunum. Costco er reglulega með slíkt á borðstólnum og eflaust mun fleiri.
Það eru 128 hitaeiningar í einföldum gin og tonic (með diet tonic)
Dry martini
Dry martini var drykkur drykkjanna fyrir um 40 árum en vinsældum hans hefur hrakað hin síðari ár. Þó eru prýðilegansumardrykk að ræða sem gott er að setja í límónusneiðar og ólífur.
Það eru 185 hitaeiningar í glasi af dry martini.
Hey, Bond drekkur Martini og hann er svalur!
Romm og sykurlaust kók
Romm og kók hefur verið við lýði svo elstu menn muna, einnig þekkt undir nafninu Cuba Libre.
Það er frekar kókið en rommið sem bætir við hitaeiningarnar en sé skipt yfir í sykurlaust eru aðeins 135 hitaeiningar í 225 ml. glasi af drykknum, 33% prósentum færa en sé um venjulegt kók að ræða.