fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Britney löðrunguð harkalega af öryggisverði – Poppstjarnan segir nýjustu NBA-stjörnuna ljúga og viðbrögð hans illkvittin og niðurlægjandi

Fókus
Föstudaginn 7. júlí 2023 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears er allt annað en sátt með nýjustu stjörnu NBA-deildarinnar, Victor Wembanyama, sem valinn var fyrstur í nýliðavaldi deildarinnar á dögum og er sagður vera einn efnilegasti leikmaður sem stigið hefur fram á sjónarsviðið um langt skeið.

Britney reyndi að heilsa upp á Wembanyama og biðja um mynd af sér með honum á veitingastaðnum Catch á Aria-hótelinu í Las Vegas í vikunni en ekki vildi betur til en svo að öryggisvörður NBA-stjörnunnar, Damian Smith, löðrungaði poppstjörnuna þannig að hún féll nánast til jarðar og missti gleraugu sem hún var með.

Sjónarvottar hafa greint frá því að þeir hafi heyrt háan hvell og síðan hafi Britney brjálast og meðal annars öskrað: „Þetta eru andskotansBandaríkin!!“

Fyrstu fregnir úr herbúðum Wembanyama voru á þá leið að Britney hafi rifið í hann og því hafi öryggisvörðurinn brugðist við með þessum hætti. Þá var leikmaðurinn sjálfur spurður út í málið af blaðamanni eftir æfingu hjá liði hans San Antonio Spurs þar sem hann staðfesti þá sögu, hló og gerði lítið úr málinu.

Britney opnaði sig um sína hlið á Instagram-síðu sinni í kjölfarið og sagði NBA-stjörnuna fara með rangt mál. Hún hafi pikkað vinalega í öxl hans og því hafi viðbrögð öryggisvarðarins verið út úr korti. Benti hún á að æstir aðdáendur hafi hópast að henni á veitingastaðnum þetta kvöld en öryggisverðir hennar hafi ekki beitt neinn slíku ofbeldi.

„Ég kann ekki að meta þetta og né tel ég þetta vera léttvægt mál. Að sjá leikmanninn brosa og hlægja af því er illkvittið og niðurlægjandi í ljósi þess hvað átti sér stað. Ég er 160 cm en hann er 226 cm,“ skrifaði poppstjarnan.

Þá sé hún verulega ósátt við hafa ekki heyrt neitt frá leikmanninum í kjölfar atviksins.

Lögregluyfirvöld í Las Vegas eru sögð vera með málið til rannsóknar og það sé litið alvarlegum augum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“