fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Borgardrengur leitar að kvonfangi – „Einkar vænlegur til undaneldis, óvenju framfallegur og hreyfingagóður“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. júlí 2023 17:00

Myndin er augljóslega samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhleypar konur geta nú lagt Tinder og öðrum stefnumótaforritum og skundað á Eyjafjarðarsvæðið um helgina, þar bíður nefnilega borgardrengur eftir ástinni. Sá hængur er hins vegar á að öll ætt hans verður mætt líka, í það minnsta þeir sem eiga heimangengt þessa helgina.

„Borgardrengur leitar að kvonfangi. Vel ættaður, rauðbirkinn drengur á fertugsaldri. Verður aðgengilegur á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er einkar vænlegur til undaneldis, með afbragðs vilja, óvenju framfallegur og hreyfingagóður. Áhugasamir geri vart við sig á ættarmóti í Funaborg aðra helgina í júlí.“ 

Svona hljómar auglýsing í Bændablaðinu sem kom út í gær, fimmtudaginn 6. júlí, í dálknum Einkamál. 

Þetta er ekki fyrsta auglýsingin af slíkum toga sem vekur eftirtekt og hefur DV áður fjallað um minnst þrjár slíkar.

Sjá einnig: Sigurður leitar að ráðskonu til að svæfa sig á kvöldin
Sjá einnig: Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“

Hringbraut fjallaði einnig um auglýsingar Bændablaðsins.

Sjá einnig: Einka­mála­aug­lýsing vekur kátínu: „Áttu dóttur sem gengur ekki út?“
Sjá einnig: Leitar að konu í Bænda­blaðinu – „Ein­göngu fal­legar konur hafi sam­band“

DV hefur þó ekki hugmynd um hvort ofangreindar auglýsingar skiluðu árangri og ef svo er hvort árangurinn taldist góður kostur. Því er engin sönnun fyrir hvort virkar betur, stefnumótaforritin eða auglýsingar Bændablaðsins. Svo er auðvitað bara þessi gamla góða aðferð að mæta á næsta bar og bjóða í glas, sem að vísu er orðið rándýr aðferð á þessum síðustu og verstu. Kannski er bara vænlegast að nota allar aðferðirnar jafnt, svo eggin séu ekki öll í sömu körfu eins og máltækið segir. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli