fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Emmsjé Gauti kynnir Míuverðlaunin í ár – Þessi eru tilnefnd

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 14:45

Emmsjé Gauti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilnefningar Míuverðlaunanna 2023, voru birtar fyrr í dag. Míuverðlaunin verða haldin í fjórða sinn þann 14. september á Spritz Venue. Gauti Þeyr, Emmsjé Gauti, kynnir verðlaunin í ár og mun Erna Hrund afhenda verðlaunin. Rakel Páls söngkona mun svo syngja fyrir gesti.

„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er.“

Tryggvi Helgason, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins og Domus Medic, hlaut Míuverðlaunin árið 2022.

Sjá einnig: Heilbrigðisstarfsmenn voru heiðraðir fyrir þjónustu við langveik börn

„Þið eruð stórkostleg öll með tölu. Takk fyrir að vera þið og vinna vinnuna ykkar þannig að tekið sé eftir. Það eru töluvert af nýjum aðilum hér sem fengu tilnefningu og vá hvað er gaman að sjá það. Þetta er ekki vinsældarkeppni og því er ekki verið að kjósa eða safna lækum. Það er lesið yfir hverja einustu tilnefningu með tilliti til þess sem sagt er um viðkomandi. Nú hefst vinnan við að finna topp 10 hópinn hjá valnefndinni sem skipar dásamlegan hóp fólks. Þessi 10 manna hópur fær svo boð um að mæta á Míuverðlauninn í ár. Þeir sem eru ekki í topp 10 hópnum fá samt sem áður viðurkenningu í formi nælu sem gaman er að bera sem vott um að hafa fengið tilnefningu,“ segir Þórunn Eva G. Pálsdóttir stofnandi Míuverðlaunanna. 

Hér fyrir neðan má sjá nöfn tilnefndra og starfsheiti, 10 manna hópur verður svo valin af sérstakri valnefnd. Þessi 10 manna hópur fær svo boð um að mæta á Míuverðlauninn í ár.:

Sérfræðingar

Ásgeir Haraldsson
-Prófessor í barnalækningum

Áslaug Heiða Pálsdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Berglind Jónsdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Guðmundur Ásgeirsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Gunnar Auðólfsson
-Lýtaskurðlæknir

Halldóra Kristín Þórarinsdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og krabbameinslækningum barna

Helga Elídóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum, og ofnæmis- og lungnalækningum barna

Ingólfur Einarsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum, sérfræðiviðurkenning í fötlunum barna

Ingólfur Rögnvaldsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og hjartalækningum barna

Jón R. Kristinsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Margrét Valdimarsdóttir
-Barna- og unglingageðlæknir

Ragnar Grímur Bjarnason
-Yfirlæknir barnalækninga Barnaspítala Hringsins

Sigurður Björnsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og smitsjúkdómalækningum barna

Sigurður Einar Marelsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og heila- og taugalæknir barna

Soffía Guðrún Jónasdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum & innkirtla- og efnaskiptalækningum barna

Valtýr Stefánsson Thors
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum & smitsjúkdómalækningum barna

Hjúkrunarfræðingar

Auður Guðbrandsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Anna Dóra Heiðarsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Bergljót Steinsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur MSc

Elísabet Konráðsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Gerða Friðriksdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Guðrún Eygló Guðmundsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Margrét Sigmundsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Sigrún María Guðlaugsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Næringarfræðingur

Erna Petersen
-Næringarfræðingur barna

Sjúkraþjálfarar

Ingveldur K. Friðriksdóttir
-Sjúkraþjálfari

Eva-Lena Lohi
-Sjúkraþjálfari

Þroskaþjálfi

Helga Jónasdóttir
-Þroskaþjálfi

Félagsráðgjafi

Þórey Guðmundsdóttir
-Félagsráðgjafi hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins

Leikskólakennari

Gróa Gunnarsdóttir
-Leikskólakennari Barnaspítala Hringsins

Ráðgjafar

Ásta Björnsdóttir
–Ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu

Talmeinafræðingar

Auður Hallsdóttir
-Okkar talþjálfun

Anna Ósk Sigurðardóttir
-Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“