Emmsjé Gauti syngur Þjóðhátíðarlagið í ár og heitir lagið Þúsund hjörtu.
Emmsjé Gauti hefur nú sett af stað ábreiðulagakeppni og skorar hann á þá sem taka vilja þátt að flytja þjóðhátíðarlagið og er leyfilegt að flytja lagið með hvaða hætti sem fólk kýs.
Reglurnar eru einfaldar: Viðkomandi þarf að taka myndband af sér að spila lagið (eða bút úr því) og setja í story á Instagram eða á TikTok, tagga Gauta á InstaStory @emmsjegauti eða TikTok @emmsjeofficial.
Allir sem taka þátt fá repost í story hjá honum.
Gauti mun síðan fara yfir innsendingarnar og velja tvær bestu ábreiðurnar. Verðlaunin eru 2 miðar á Þjóðhátíð og kassi af Tuborg (ef keppandinn er 20 ára eða eldri). Keppnin stendur yfir frá 7.-16.júlí.