fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Vilja banna mismunun gegn feitu fólki

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 18:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni var í dag fjallað um mismunun gegn feitu fólki. Vísuðu þáttastjórnendur í rannsókn sem nýlega var birt og leidd var af Steinunni Helgu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi. Rannsóknin leiddi í ljós fordóma og mismunun gagnvart feitum konum á Íslandi sem birtist meðal annars í því að laun þeirra gátu verið allt að 10 prósent lægri en hjá grennri konum.

Rannsóknin byggði á viðtölum við sjö konur sem starfa bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Allar höfðu þær upplifað ofbeldi á vinnumarkaði sem tengdist holdafari þeirra.

Rætt var við Berglindi Soffíu Blöndal, næringarfræðing og formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum.

Niðurstaða rannsóknarinnar kom Berglindi alls ekki á óvart. Skýrsla Landlæknis frá 2015, sem var með stærra úrtaki, sýni svipaðar niðurstöður. Mismunun af þessu tagi sé út um allt í íslensku samfélagi. Um sé að ræða kerfisbundna fordóma.

Berglind segir fordóma gegn feitum vera samþykkta inn á heimilum og birtist meðal annars í athugasemdum fjölskyldumeðlima feits fólks einmitt á þeim stað þar sem það ætti að njóta öryggis.

Berglind var spurð hvað samtökin sem hún er í forsvari fyrir vilji gera til að berjast gegn fordómum í garð feits fólks. Hún svaraði því til að setja þyrfti lög sem banni mismunun vegna holdafars. Reykjavíkurborg hafi sett reglur um bann við mismunun af slíku tagi. Mismununin sé út um allt samfélagið og hún heyri margar alvarlegar sögur í starfi sínu sem næringarfræðingur.

Hún segir mikið um fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Feitt fólk verði fyrir fordómum frá hjúkrunarfræðingum og læknum en það sé þó alls ekki algilt. Fólk sem verði fyrir slíkum fordómum ítrekað verði fyrir miklu áfalli og einangri sig. Það hætti að hreyfa sig og mataræðið verði verra.

Ranghugmyndir séu ríkjandi

Beglind segir að rannsóknir sýni fram á að offitu megi rekja að miklu leyti til erfða gagnstætt því sem margir haldi fram um að offita sé afleiðing ofáts. Hún segir margt feitt fólk ekki borða mikið enda sé það oftast í einhvers konar megrun og borði raunar of lítið sem keyri niður brennslu á hitaeiningum. Þrátt fyrir þetta sé þeim ranghugmyndum haldið á lofti um að feitt fólk geti alfarið sjálfu sér um kennt.

Hún segir BMI-stuðulinn sem er mikið notaður við að reikna út hvort fólk sé of þungt sé stórgallaður og raunar búinn til af vísindamönnum sem voru ekki menntaðir á sviði heilbrigðisvísinda.

Berglind tók undir með þáttastjórnendum um að útlitsdýrkun á samfélagsmiðlum hefði mikil áhrif á hugmyndir og viðhorf gagnvart feitu fólki. Hún þekki það úr sínu starfi með fólki sem haldið er átröskunum að umræður um grannt fólk á samfélagsmiðlum og nauðsyn þess að borða minna til að vera meira eins og það hafi mjög skaðleg áhrif á þennan viðkvæma hóp. Það sé afar erfitt að vera í bata frá átröskun í dag.

„Hættum að vera alltaf að tala um líkama annarra. Finnum eitthvað til að tala um sem er merkilegra en útlit okkar,“ segir Berglind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni