Söngkonan Svala Björgvinsdóttir og kærasti hennar, Alexander Egholm Alexandersson, kallaður Lexi Blaze, fögnuðu eins árs sambandsafmæli um helgina.
Parið fór út að borða í tilefni dagsins og birtu myndir frá kvöldinu á Instagram.
Svala birti einnig flottar paramyndir af þeim í tilefni sambandsafmælisins og er óhætt að segja að þau séu eitt glæsilegasta par landsins.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með ástina.