Ein frægasta Youtube-stjarna heims er ólíkindatólið MrBeast sem er þekktur fyrir ótrúlega metnaðarfull myndbönd þar sem hann gefur stundum þátttakendum svimandi háar upphæðir fyrir þátttökuna. Alls fylgja um 162 milljónir stjörnunni á miðlinum.
MrBeast, sem heitir réttu nafni, Jimmy Donaldsson, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði fengið boð um að að fara í hina dauðadæmdu ferð og birti brot úr samskiptum við ónefndan aðila þar sem hugmyndin er viðruð.
I was invited earlier this month to ride the titanic submarine, I said no. Kind of scary that I could have been on it pic.twitter.com/bQUnaRiczA
— MrBeast (@MrBeast) June 25, 2023
Stjarnan hafnaði hins vegar boðinu og sagði það vera óhugnalega tilfinningu að ímynda sér að hann hafi getað verið um borð.
Yfirvöld í Bandaríkjanum rannsaka nú orsök slyssins sem varð til þess að fimm manns létu lífið og heimsbyggðinni var haldið í helgargreipum dögum saman.