fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Tinna og Inga um upplifanir, áföll og ofbeldi – „Ég áttaði mig á því allt í einu að áföllin höfðu hellings áhrif á mig og ég þurfti að vinna í þeim‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 25. júní 2023 22:00

Inga Hrönn og Tinna Guðrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Guðrún er 37 ára kennari, ráðgjafi og eigandi Sterk saman. Inga Hrönn er 27 ára móðir, aktívisti og margt fleira. Saman ræða þær um sínar upplifanir, áföll og annað sem tengist ofbeldi í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman.

Báðar eiga þær áfallasögur þó þær séu ólíkar, þá eru tilfinningarnar og afleiðingarnar sem fylgja oft svipaðar.

Fjölskylda í heljargreipum

Inga Hrönn segir frá heimilisofbeldi af hendi sambýlismanns móður hennar sem hélt fjölskyldunni í heljargreipum og eru lýsingarnar vægast sagt hræðilegar.

„Ég fékk sjokk þegar ég sá svo andlitið á honum einn daginn með fyrirsögninni Snapchatperrinn. Ég varð aftur þessi hrædda 10 ára stelpa sem var læst inni á klósetti með systur minni sem hélt hann væri búinn að drepa ömmu mína frammi.‟

Á þessum tíma var Inga einnig lögð í einelti og segir það hafa verið hluta af hennar barnæsku. Þær ræða báðar hliðar eineltis, út frá geranda og þolanda en Tinna segir frá því þegar hún var gerandi í einelti í barnaskóla. 

Mér leið illa

„Mér leið illa, ég lagði í einelti og var látin fara heim til þolandans og biðjast afsökunar á þeim tíma. Mér fannst það örugglega ósanngjarnt eða eitthvað þá því ég var sú eina sem þurfti að gera það en þegar ég var orðin fullorðin baðst ég afsökunar af heilum hug og frá hjartanu.‟.

Í þættinum ræða þær um mismunandi tegundir ofbeldis og fara inn á margs konar hluti sem geta haft áhrif. Ofbeldi í vinasamböndum er eitthvað sem lítið hefur verið rætt um en mikið er um almennt og hafa þær báðar reynslu af slíku. 

Inga talar um að hún upplifði ofbeldi fyrst líklega um níu ára aldur og það hafi verið mikið til einkennst af ofbeldi síðan þá þar til hún hætti í sinni neyslu.

„Ég hélt alltaf að þessi áföll trufluðu mig ekkert, ég sagði söguna mína eins og hún snerti mig ekki en svo allt í einu kemur eitthvað sem triggerar mig. Ég áttaði mig á því allt í einu að áföllin höfðu hellings áhrif á mig og ég þurfti að vinna í þeim.‟

Allir geta verið gerendur

Í þættinum fara þær báðar yfir sín eigin viðbrögð við að mæta ofbeldismönnum sínum, hvernig líkaminn bregst við og hvort heilinn sé að gera okkur grikk eða gott.

Tinna veltir upp hvort hún sé orðin klikkuð að vera með myndavélar og öryggishnappa heima hjá sér til þess að upplifa öryggi. 

Vangaveltur um hvort betra sé að vita af ofbeldinu sem þrífst í samfélaginu okkar eða lifa í búbblu og halda að litla Ísland hafi ekki þennan ljótleika. 

Ræddir eru hlutir sem vanalega eru ekki teknir fyrir, ofbeldi af hálfu kvenna, það geti allir verið gerendur, líka ástvinir okkar.

„Öll þekkjum við þolendur en enginn þekkir gerendur,‟ segir Inga og bætir við að hún hafi verið í þeirri stöðu að einstaklingur náinn henni var gerandi og það hafi verið mjög erfitt. 

Margar birtingarmyndir ofbeldis

Margar birtingarmyndir ofbeldis koma til tals, hvernig best er að vera til staðar fyrir þolanda, gaslýsing og áhrifin sem það getur haft og hvað er alls ekki gott að gera, að þeirra mati og af þeirra reynslu.

Það má hlusta á spjall þeirra Tinnu Guðrúnar og Ingur Hrannar í heild sinni á hlaðvarpinu Sterk saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“