The Idol eru nýir þættir úr smiðju HBO og voru orðnir umdeildir áður en fyrsti þáttur kom út. Nú þegar fyrstu þrír þættirnir eru komnir út er óhætt að segja að þetta séu umdeildustu þættir sumarsins, ef ekki ársins.
Tímaritið Rolling Stone líkti þeim við pyntingarklám og telja áhorfendur atriði úr nýjasta þættinum staðfesta það.
Sam Levinson, höfundur vinsælu þáttanna Euphoria, og tónlistarmaðurinn The Weeknd, eða Abel Tesfaye eins og hann heitir réttu nafni og kallar sig núna, eru á bak við gerð þáttanna.
Lily Rose-Depp, 24 ára, fer með aðalhlutverk í þáttunum ásamt Tesfaye, 33 ára. Hún leikur poppstjörnu sem byrjar með sjúskuðum gúrú (Tesfaye) og samband þeirra leiðir hana niður dimma braut, sem minnir á sértrúarsöfnuð.
Kynlífsatriði í öðrum þætti var harðlega gagnrýnt og kallaði breska tímaritið GQ það „versta kynlífsatriði sögunnar.“
The Weeknd svaraði fyrir það og sagði að það ætti ekkert að vera kynþokkafullt við þetta atriði, þetta væri allt partur af sögunni.
Sjá einnig: Svarar fyrir umdeilt og „ógeðslegt“ kynlífsatriði
Þriðji þátturinn fór í loftið á sunnudaginn og hefur þáttunum enn ekki tekist að heilla áhorfendur. The Idol er með 5,5 í einkunn á IMDB og 24 prósent hjá Rotten Tomatoes. Það skal samt hafa í huga að aðeins þrír þættir eru komnir út af sex.
Eitt atriði í þriðja þætti hefur verið sérstaklega á milli tannanna á fólki. Breska GQ tímaritið fór aftur hörðum orðum um það og sagði gagnrýnandi tímaritsins að framleiðendur The Idol hafi tekið „pyntingarklámið alla leið með hárburstaatriðinu.“
Við vörum við lýsingum á ofbeldi hér að neðan, einnig kemur fram hvað hafi gerst í þættinum sem mun spilla söguþræðinum fyrir mögulega áhorfendur.
Í þriðja þætti er Jocelyn (leikin af Lily-Rose Depp) komin undir áhrifavald Tedros (leikinn af The Weeknd). Hann er byrjaður að stjórna meira af lífi hennar og tök hans á henni verða sífellt fastari.
Jocelyn er að glíma við mikla erfiðleika í kjölfar andláts móður hennar. Í lok þáttarins eru Jocelyn og Tedros í matarboði, ásamt vinum hennar, og neyðir hann hana til að segja þeim frá ofbeldi móður hennar í smáatriðum. Þá kemur í ljós að móðir Jocelyn barði hana með hárbursta til að „hvetja hana.“
„Hún gerði marga hluti. Hennar uppáhalds var örugglega að lemja mig með hárbursta,“ sagði Jocelyn.
@dirty_panocha #theidolhbo #theidol #theweeknd #lilyrosedepp #euphoria #theidoljennie #theidolhbomax #theidoledit #jenniekim #dirtypanocha93 ♬ original sound – dirty_panocha93.1
Tedros sagði þá að ástæðan fyrir því að Jocelyn væri búin að staðna í tónlistarbransanum væri vegna þess að hún væri ekki búin að fá sömu „hvatningu“ og áður, hann sagði henni að sækja hárburstann, sem hún gerði, og lamdi hana síðan með honum á meðan hún grét.
„Þetta mun vera virkilega sárt. En ef þú vinnur þig í gegnum sársaukann, þá verður það fallegt,“ sagði hann við hana áður en hann byrjaði að lemja hana, fyrir framan vini hennar. Atriðið má sjá hér. Við vörum aftur við ofbeldi í atriðinu.
the ‘the idol’ hairbrush scene is one of the most disgusting things i’ve seen onscreen it’s been a day but i’m still infuriated. so triggering and disgusting. i regret giving this show a try 🤮
— Lυɳα 🌼🌙 (@LunaAlyeska) June 20, 2023
Eins og fyrr segir hefur þetta atriði verið harðlega gagnrýnt. En það er ekki það eina sem hefur verið gagnrýnt við þættina, heldur einnig söguþráðurinn, handritið og hæfileikar The Weeknd sem leikara svo fátt sé nefnt.