Tónlistarkonan og áhrifavaldurinn Saga B, sem heitir fullu nafni Berglind Saga Bjarnadóttir, er nýjasti gestur Fókuss.
Fókus eru nýir lífsstílsþættir á DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Einnig er hægt að nálgast þættina á Spotify og Sjónvarpi Símans.
Í þættinum fer Saga B um víðan völl, hún ræðir um tónlistina og bransann, kjaftasögurnar og margt annað.
Saga B er vinsæll áhrifavaldur með um 15 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem tónlistarkona um árabil. Hún gaf út sitt fyrsta lag árið 2020 og smáskífuna „Banger’s Out“ seinna sama ár. Vorið 2021 gaf hún út tónlistarmyndband við lagið „Bottle Service“ en tók sér í kjölfarið hlé frá tónlistinni. Söngkonan opinberar í þættinum að von sé á meira efni frá henni í sumar ásamt nýju tónlistarmyndbandi.