fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fókus

Páll Óskar kominn með kærasta og ástfanginn upp fyrir haus

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2023 11:11

Páll Óskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn ástsælasti söngvari landsins, Páll Óskar Hjálmtýsson, er genginn út.

„Við erum mjög skotnir í hvor öðrum og hamingjusamir, nokkuð sem er magnað að fá að upplifa í fyrsta sinn á gamalsaldri,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi.

Páll Óskar gaf nýverið út lagið Galið gott með Doctor Victor, en lagið er tileinkað kærastanum.

„Ég er sennilega hamingjusamasti hommi sem þú hittir í dag. Ég held þú heyrir alveg á þessu lagi hvað ég er hamingjusamur. Ég er að gera þetta lag fyrir hann. Það er svo magnað hvað lífið heldur áfram að koma manni á óvart þegar ég hélt að ég væri búinn að prófa allt,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf langað í kærasta og hafi aldrei gefist upp.

„Ég hélt alltaf áfram að leita, stundum á kolvitlausum stöðum en samt gafst ég aldrei upp. Núna líður mér eins og ég hafi unnið í Víkingalottóinu. Mitt Víkingalottó heitir Grindr,“ segir hann. Grindr er stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða karlmenn.

Fókus óskar turtildúfunum innilega til hamingju með ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda