fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hrönn er á leið til Spánar í krabbameinsmeðferð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2023 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sigurðardóttir, atvinnumaður í Ólympíufitness og eigandi BeFit Iceland, er á leið til Spánar í krabbameinsmeðferð.

Hún var greind með mjög sjaldgæft krabbamein í maí í fyrra og blésu vinir hennar til söfnunar fyrir meðferðinni í Malaga á Spáni. Söfnunin hefur gengið vel og er hún nú á leið til Spánar, hún flýgur út í dag og verður þar næstu þrjár til fjórar vikurnar.

Skjáskot/Instagram

Í viðtali við DV fyrr í júní sagði Hrönn sögu sína en hún upplifði mikinn seinagang í heilbrigðiskerfinu áður en hún fékk að vita hvað amaði að henni.

Sjá einnig: Hrönn var send heim af bráðamóttöku með ógreint krabbamein og sagt að borða banana – „Það kemur ekki til greina að ég drepist án þess að berjast“

Hún bindur miklar vonir við meðferðina þar í landi og sagði að hún hafi strax fundið fyrir því að þarna væru loksins einhverjir tilbúnir að grípa hana og hjálpa henni.

„Ég finn rosalegan meðbyr að tala við þau á Spáni. Virkar meðferðin? Það veit enginn. Það hefur ekki virkað hérna heima, annað hvort ligg ég hérna og bíð eftir að drepast, eða stend upp og kem mér eitthvert og reyni að finna einhverja lausn. Og ég trúi þúsund sinnum meira á svona óhefðbundnar leiðir heldur en lyfjameðferð,“ sagði hún.

Hrönn mun leyfa fólki að fylgjast með sér í meðferðinni úti á Instagram.

Hægt er að fylgja hennar persónulega aðgangi hér og aðgangi BeFit Iceland hér.

Þeir sem vilja styrkja við söfnunina geta lagt inn á reikning 0525-14-401254 og kennitölu 240878-3809.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?