Hún var greind með mjög sjaldgæft krabbamein í maí í fyrra og blésu vinir hennar til söfnunar fyrir meðferðinni í Malaga á Spáni. Söfnunin hefur gengið vel og er hún nú á leið til Spánar, hún flýgur út í dag og verður þar næstu þrjár til fjórar vikurnar.
Í viðtali við DV fyrr í júní sagði Hrönn sögu sína en hún upplifði mikinn seinagang í heilbrigðiskerfinu áður en hún fékk að vita hvað amaði að henni.
Hún bindur miklar vonir við meðferðina þar í landi og sagði að hún hafi strax fundið fyrir því að þarna væru loksins einhverjir tilbúnir að grípa hana og hjálpa henni.
„Ég finn rosalegan meðbyr að tala við þau á Spáni. Virkar meðferðin? Það veit enginn. Það hefur ekki virkað hérna heima, annað hvort ligg ég hérna og bíð eftir að drepast, eða stend upp og kem mér eitthvert og reyni að finna einhverja lausn. Og ég trúi þúsund sinnum meira á svona óhefðbundnar leiðir heldur en lyfjameðferð,“ sagði hún.
Hrönn mun leyfa fólki að fylgjast með sér í meðferðinni úti á Instagram.
Hægt er að fylgja hennar persónulega aðgangi hér og aðgangi BeFit Iceland hér.
Þeir sem vilja styrkja við söfnunina geta lagt inn á reikning 0525-14-401254 og kennitölu 240878-3809.