fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Dularfulla símtalið sem spáði fyrir um morðið á Kennedy – Hver var konan sem hvíslaði?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 21. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 10 að  morgni þann 22. nóvember 1963 hringdi kona í neyðarlínuna í Oxnard í Kaliforníu og hvíslaði að forseti Bandaríkjanna myndi deyja eftir 10 mínútur. 

Starfsmaður neyðarlínunnar bað konuna um að vera áfram á línunni sem hún og samþykkti. Nokkrum mínútum seinna hvíslaði hún aftur að forseti Bandaríkjanna myndi deyja klukkan 10:30. Hún hélt síðan áfram að tala en það var að mestu leyti eitthvað illskiljanlegt rugl um hæstarétt og að eldar myndu loga um alla glugga. Hún hvíslaði einnig að ríkisstjórnin myndi gera allar eigur upptækar. Hún lagði á klukkan 10:25.

John F Kennedy

Símtalið talið rugl

Símtalið var eðlilega skráð sem rugl frá brengluðum einstaklingi enda fær forseti Bandaríkjanna fleiri tugi hótana daglega. Forsetinn var ekki einu sinni staddur í Kaliforníu svo það var ekki talin nein ástæða til að óttast um öryggi hans. Starfsmaður neyðarlínunnar hló eftir að konan lagði á og sagði kollegum sínum að þessi hefði jafnvel verið vitlausari en flestir.

Bilalest Kennedy daginn örlagaríka.

Meðan á símtalinu stóð var forseti Bandaríkjana, John Kennedy, í bílalest í borginni Dallas í Texas. Hann sat í bíl ásamt konu sinni þegar að Lee Harvey Oswald skaut hann til bana. Klukkan var þá nákvæmlega 10:30 á Kaliforníutíma. Konan hafði spáð fyrir dauða forsetans upp á mínútu.

Það sem er enn furðulegra er að Kennedy var á eftir áætlun þar sem hann hafði ítrekað látið stoppa bílalestina til að taka í hendur aðdáenda, og þá sérstaklega á fallegum konum en Kennedy forseti var kvennamaður mikill.

Lee Harvey Oswald

Hver var á hinni línunni?

Þegar að símtalið við konuna hafði verið um það bil hálfnað heyrðist starfsmanni neyðarlínunnar hún leggja niður tólið og hringja úr öðrum síma. Starfsmaðurinn hafði spurt hvort allt væri í lagi en hún svarað að hún væri að tala við annan en laus eftir augnablik. Þegar hún hóf aftur að tala við starfsmann neyðarlínunnar breytti hún tímasetningunni á dauða forsetans frá 10:10 til 10:30.

Við hvern hafði konan talað? Og hvernig vissi hún að Kennedy var á eftir áætlun?

Jack Ruby

Nefnd sem rannsakaði morðið á Kennedy komst að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði staðið einn að morðinu og ekki haft neina samverkamenn. Því var símtalið aldrei rannsakað frekar.

Mafían að baki morðinu?

En enn eru uppi samsæriskenningar um morðið á Kennedy og margir sem efast um niðurstöður nefndarinnar. Sumir halda að konan hafi verið leikkonan Karyn Kupcinet, sem fannst látin á heimili sínu sex dögum eftir morðið. Samkvæmt þeirri kenningu vissi Karyn af áætluninni um að myrða Kennedy þar sem faðir hennar var besti vinur Jack Ruby, mannsins sem skaut Oswald til bana.

Ruby náði að skjóta Oswald til bana

Ruby átti næturklúbba og strippbúllur og mun hafa verið viðriðinn alls kyns skipulagða glæpastarfsemi. Segja þeir, er trúa á þessa kenningu, að Ruby hafi skotið Oswald til að þagga niður í honum og tryggja þar með að aldrei kæmist upp að mafían hefði í raun staðið að baki morðinu,

Karyn lést sex dögum síðar á dularfullan hátt.

En sú kenning er vafasöm og langlíklegast að konan í símanum hafi verið einhver furðufugl. En á móti kemur að það tókst aldrei að finna út hvað varð hinni ungu og hraustu Karyn að bana.

Símtalið er og verður ráðgáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk