fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Harpa springur í stórmynd Netflix – Sjáðu stikluna!

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 19. júní 2023 09:58

Harpa springur í Heart of Stone

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stiklan fyrir stórmynd Netflix, Heart of Stone, var birt í gær, en um er að ræða stærsta erlenda kvikmyndaverkefnið til þessa í sögu Reykjavíkur. Hluti miðborgarinnar var lokaður í fjóra daga í byrjun apríl í fyrra þegar tökur fóru fram við Hörpu, Sæbraut og á götum kringum Skólavörðuholt. Tökur fóru einnig fram á landsbyggðinni og nýtur borgin og íslenskt landslag sín vel í stiklunni. Harpa springur meðal annars með miklum tilþrifum. 

Gal Gadot í aðalhlutverkinu

Stórstjörnurnar Gal Gadot, Jamie Dorman, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready fara með aðalhlutverkin. Um 600 manns munu hafa verið í tökuliði myndarinnar hérlendis og aukaleikarar um 400 talsins.

Heart of Stone stikla
play-sharp-fill

Heart of Stone stikla

Myndin er sú fyrsta í nýrri hasarmyndaröð sem fjalla um leyniþjón­ustu­konuna Rachel Stone, sem Gadot leikur, en í fyrstu myndinni er hún í kapphlaupi við tímann um að stöðva tölvuþrjót sem stela vill verðmæt­ustu og um leið hættu­leg­ustu eign­ alþjóðlegra friðarsam­taka. 

Um helmingur íslenskra heimila er með aðgang að Netflix og því ættu margir að geta horft á myndina þegar hún kemur út 11. ágúst. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Hide picture