fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Átti Hitler son með 16 ára franskri stúlku? – „Ég vissi að mér var ætlað að kynnast honum“ 

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 17. júní 2023 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt er talið að Adolf Hitler hafi, blessunarlega ekki feðrað nein afkvæmi. En það eru ekki sagnfræðingar á einu máli um sannleiksgildi þeirra fullyrðingar. 

Vilja þeir meina að Hitler hafi átt son að nafn Jean-Marie Loret með franskri konur árið 1917.

Gæti það virkilega verið rétt? 

Hitler var aðeins giftur kærustu sinni, Evu Braun, í 45 mínútur áður en þau frömdu sjálfsvíg. Auk þess átti fjölda einstaklinga, nánum þeim skötuhjúum, eftir að vitna að hafa hafa aldrei séð þau haldast í hendur, kyssast eða sýna yfir nokkra hegðun sem eðlileg má teljast hjá ástföngnum pari. Fæstir höfðu nokkra trú á að þau yfirleitt stunduðu kynlíf. 

Enda áttu þau áttu engin börn. 

Sjá einnig: Enn eru fimm ættingjar Hitlers á lífi – Gerðu með sér einstakt samkomulag

Allt fram til ársins 2004 var almennt talið að ætt einræðisherrans hafi dáið út en þá kom í ljós að í raun voru fimm frændur hans enn á lífi. En fremur lítill hópur sagnfræðinga hefur alltaf efast um barnleysi Hitlers.

Loret

Orðrómur í áratugi

Orðrómur um að Hitler ætti son hefur verið í gangi allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki síst þar sem einkaþjónn Hitlers, Heinz Linge, hélt því staðfastlega fram að hafa heyrt yfirmann sinn eitt sinn ræða að hugsanlega ætti hann son í Frakklandi. Linge sagðist einnig hafa heyrt Hitler biðja einn sinn nánasta samstarfsmann og vin, Heinrich Himmler, að leita uppi Loret og móður hans.

Lengi vel var álitið að orðrómurinn væri lítið annað en kjaftasaga, eða allt þar til Jean-Marie Loret steig fram. 

Hann á aldrei eftir að kvænast, skrifaði Rudolf Hess, annar af nánustu samstarfsmönnum Hitlers eitt sinn um yfirmann sinn. Hann forðast öll náin tengsl við konur. Hann verður að geta horfst í augu við allar hættur hvenær sem er, án þess að þurfa að taka tillit til eigin einkalífs. Jafnvel deyja, ef til þess kemur.“

Í bók sagnfræðingsins Heike B. Görtemaker um Evu Braun kemur fram að sjálfur vildi Hitler ekki eignast börn. Hitler sagði það aldrei beinum orðum en þó er marghaft eftir honum að hann teldi að þegar að karlmaður giftist og eignaðist fjölskyldu missti hann hluta af sjálfum sér. Karlmaðurinn væri ekki lengur sama hetjan og áður. 

Ungur Hitler árið 1923, fimm árum eftir fæðingu Loret.

Líkir í útliti

En það var aftur á móti ein kona, Charlotte Lobjoie, sem ávallt hélt því staðfastlega fram að sonur hennar, Jean-Marie Loret, væri barn Adolfs Hitlers. Í mörg ár vissi Loret ekki deili á föður sínum. En einn góðan veðurdag árið árið 1948, játaði móðir Loret að faðir hans væri enginn annar en Adolf Hitler.

Þeir sem telja að Loret sé sonur Hitlers benda á að Loret sé ótrúlega líkur einræðisherranum illa í útliti, rithönd þeirra sé afar svipuð og ekki síst að mynd af konu, ótrúlega líkri móður Loret, fannst á heimili Hitlers eftir dauða hans. 

Samkvæmt Charlotte Lobjoie, móður Loret, áttu hún og Hitler í ástarsambandi þegar hún var aðeins 16 ára og hann óbreyttur þýskur hermaður.

„Einn daginn var ég að vinna á akri með öðrum konum þegar við sáum þýskan hermann hinum megin við götuna,“ sagði hún. „Ég vissi að mér var ætlað að kynnast honum.“ 

Þannig hófst samband ungu konunnar við hinn 28 ára gamla Hitler, sem árið 1917 tók sér hlé frá baráttunni við Frakka í Picardy-héraði.

Langar rómantískar gönguferðir 

Mörgum árum síðar sagði Charlotte við son sinn sinn að hún hefði ekki hitt Hitler oft en þegar hann kom að heimsækja hana hafi þau farið saman í langar gönguferðir. Í fyrstu hafi þær verið dásamlegar en fljótlega hafi leiðin legið niður á við. Hafi Hitler þá byrjað að halda langar ræður um pólitík á þýsku sem Charlotte skildi ekki orð í. Hann talaði enga frönsku en hélt þessar ræður líkt og hann væri að tala fyrir fram stóran hóp fólks. 

Jean-Marie Loret fæddist rétt rúmum níu mánuðum eftir að samband þeirra hófs, samkvæmt Charlotte, í mars árið 1918. Hitler var þá farinn heim til Þýskalands. 

Charlotte, ung og fátæk, sá ekkert annað í stöðunni en að láta barnið í hendur foreldra sinna. Hún flutti síðar til Parísar, varð dansari, og giftist. Þegar að amma og afi Loret létust var hann ættleiddur og fékk nafnið Jean-Marie Loret.

Árið 1939 skráði Loret sig í franska herinn og barðist gegn Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni.

Charlotte

Játning á banabeði

Þegar að Charlotte Lobjoie lá banaleguna árið 1948 kallaði hún loks til sín son sinn og sagði hann son Hitlers. Loret hafði alltaf vitað að faðir hans var þýskur hermaður en var brugðið að heyra nafnið. 

Loret átti bágt með að trúa lífsmóður sinni og bað hina ýmsu fræðimenn um hjálp til að sanna eða afsanna orð hennar, án þess að það skilaði afgerandi niðurstöðu. 

Mörgum árum síðar fundust gögn í Þýskalandi sem sýndu fram á að þýskir hermenn höfðu reglulega fært Charlotte háar fjárhæðir meðan á hernámi Þjóðverja í Frakklandi stóð. 

Eftir dauða Charlotte fann Loret málverk eftir Hitler á háalofti heimilis hennar, undirrituð af Hitler. Og í málverkasafni Hitlers fannst portrett mynd af konu sem er merkilega lík Charlotte. 

Málverk Hitlers, sem margir telja af Charlotte.

Erfið innri barátta

Árið 1981 gaf Loret út sjálfsævisögu sem ber heitið Nafn föður þíns er Hitler. Í bókinn lýsir Loret þeirri innri baráttu sem hann þurfti að kljást við, að vita að faðir hans væri eitt mesta illmenni mannkynssögunnar og hvernig hann reyndi árangurslaust að sanna eða afsanna faðernið. 

Loret heldur því fram í bókinni að Hitler hafi alltaf vitað af honum og gert sitt ítrasta til að eyða öllum sönnunum um tilveru hans. 

Jean-Marie Loret lést árið 1985 án þess að vita nokkurn tíma með fullri vissu um faðerni sitt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina

Mikið áfall fyrir karlmenn að missa blöðruhálskirtilinn og reisnina
Fókus
Í gær

Myndband Sunnevu rataði á mjög frægan miðil

Myndband Sunnevu rataði á mjög frægan miðil