fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

HAF STUDIO hjónin kaupa draumaeignina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. júní 2023 11:50

Hafsteinn og Karítas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio hafa keypt draumaeignina í Þingholtunum, Fjölnisveg 14 í Reykjavík.

„Staðsetningin, húsið sjálft og garðurinn seldi okkur þetta. Eftir að við fengum að skoða húsið að innan urðum við ennþá spenntari. Við fundum góðan anda og sáum strax möguleikana sem við gætum gert til að gera húsið að okkar draumaheimili. Fyrri eigendur bjuggu í húsinu í rúm fjörutíu ár og hlakkar okkur mikið til taka við eigninni og viðhalda notalegum stundum þar inni,” segir Karitas í samtali við Vísi. 

Húsið er 306 fermetrar að stærð á þremur hæðum, byggt árið 1934, við húsið stendur 35 fermetra bílskúr og stór og rótgróinn garður.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Hjónin eiga tvær dætur og seldu nýlega hús sitt við Laufásveg 25 þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Húsið var byggt árið 1916 og með sögurfrægt, en Nóbelsskáldið Halldór Laxness bjó þar á árunum 1930-1939. Hjónin gerðu húsið upp á nútímalegan máta, en leyfðu samt sjarma hússins að njóta sín og fengu loftlistar og rósettur fengu að standa. 

Sjá einnig: HAF STUDIO hjónin selja sögufrægt hús

„Við elskum að vera í Þingholtunum og vildum halda okkur innan hverfisins. Við erum óskaplega spennt að fá stærri garð, sem hefur verið nostrað fallega við síðastliðin ár, þar sem við elskum útiveru og garðvinnu. Auk þess er garðskáli og nokkrir auka fermetrar sem er líka æðislegt,” segir Karitas en hjónin ætla að halda í tíðaranda hússins. 

„Við ætlum gera mið- og efstu hæð hússins meira að okkar með því að skipta út gólefnum, baðherbergjum og eldhúsi en halda í upprunalega klassík.”

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“