fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Svarar fyrir umdeilt og „ógeðslegt“ kynlífsatriði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2023 11:00

Skjáskot úr þættinum/HBO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Idol eru nýir þættir úr smiðju HBO og voru orðnir umdeildir áður en fyrsti þáttur kom út. Tímaritið Rolling Stone líkti þeim við pyntingarklám og vöktu fyrstu tveir þættirnir hörð viðbrögð á Cannes-kvikmyndahátíðinni í lok maí.

Sam Levinson, höfundur vinsælu þáttanna Euphoria, og tónlistarmaðurinn The Weeknd, eða Abel Tesfaye eins og hann heitir réttu nafni og kallar sig núna, eru á bak við gerð þáttanna.

Lily Rose-Depp, 24 ára, fer með aðalhlutverk í þáttunum ásamt Tesfaye, 33 ára. Hún leikur poppstjörnu sem byrjar með sjúskuðum gúrú (Tesfaye) og samband þeirra leiðir hana niður dimma braut, sem minnir á sértrúarsöfnuð.

Skjáskot/HBO

Nú hafa fyrstu tveir þættirnir komið út á HBO og hafa áhorfendur haft nóg um þættina að segja en sérstaklega varðandi kynlífsatriði í öðrum þætti. Breska GQ tímaritið kallaði það „versta kynlífsatriði sögunnar.“

„Það er eins og atriðið hafi verið skrifað af gröðum unglingsstrák sem var að komast að því að hann gæti googlað brjóst á netinu,“ sagði gagnrýnandi GQ.

Í umræddu atriði sagði karakter The Weeknd, Tedros, við Jocelyn, sem Lily-Rose leikur: „Fokking teygðu þessa pínu litlu píku.“

Áhorfendur hafa gagnrýnt atriðið harðlega á samfélagsmiðlum. Framleiðendur þáttanna eru meðvitaðir um umtalið og kom The Weeknd atriðinu til varnar í samtali við GQ í gær.

„Það er ekkert kynþokkafullt við þetta atriði,“ sagði hann.

„En þegar þú horfir á þetta atriði, hvort sem þér líður óþægilega eða finnst þetta ógeðslegt eða vandræðalegt. Þá eru það tilfinningarnar sem eru að segja þér: Þessi gaur veit ekkert hvað hann er að gera, það á enginn að vera í þessum aðstæðum.“

Skjáskot úr þættinum.
Skjáskot úr þættinum.

Leikarinn viðurkennir að umrætt atriði láti karakterinn hans líta út fyrir að vera algjöran aumingja.

„Hann er fyrirlitlegur, siðblindingi, af hverju að tala undir rós?“ sagði hann.

„Það er ekkert dularfullt við hann og við gerðum það viljandi, með útliti hans, klæðnaði, hárinu, gaurinn er fáviti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?