fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Heimildarmyndin um miðbæjarvíkinginn hjartahlýja Fjölni tattoo – „Hann var alltaf stærri en lífið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2023 22:00

Fjölnir Geir Bragason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sakna hans á hverjum degi og ég vona að myndin um þennan mikla mann muni færa þér góðar minningar, “ segir ljósmyndarinn Gaui H Pic, en heimildarmynd hans um Fjölni Geir Bragason, Fjölni tattoo, kom á YouTube í dag. „Ég hugsa um hvað það hefði verið gaman að hann og eins árs gamall sonur minn hefðu kynnst og Fjölnir væru hluti af lífi okkar, ég er og mun alltaf bera sorg í brjósti vegna andláts hans. Ég elska þig bróðir og vona að þessi mynd gefi rétta sýn af þér.“

Fjölnir lést 11. desember 2021, 56 ára að aldri. Hann var jafnan kallaður Fjölnir Tattoo enda var hann einn vinsælasti húðflúrari landsins og af mörgum talinn einn sá allra færasti í faginu.

Heimildarmynd Gaua ber nafnið Better to be a Viking King og fjallar meðal annars um ferð þeirra félaga á FO Tattfest tattoo festivalið í Færeyjum. Í myndinni er rætt við nokkra einstaklinga um Fjölni, þar á meðal bróður hans Ásgeir. Segir hann Fjölni aldrei hafa farið í manngreiningarálit.

„Hann gaf sér alltaf tíma fyrir allt. Við vorum kannski að labba á götu og að okkur komu götunnar menn og hann gaf sér alltaf tíma fyrir þá líka. Hann var ekki meiri en þeir, bara jafningi þeirra. Hann var alltaf þannig frá því ég man eftir mér. Bara rosa góður strákur. Hann var með þetta röff útlit og fólk hélt eitthvað um hann án þess að hafa kynnst honum. Inn við beinið var þetta hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst.“

„Það breyttist allt þegar ég kynntist honum. Hann kenndi mér að vera indæll og góður við fólk og vera þessi töff týpa án þess að vera hrokafullur. Og taka fólki bara alveg eins og það er og það gerði hann,“ segir Hrafnhildur Guðjónsdóttir húðflúrari.

Eldri klippur, þar á meðal viðtöl við Fjölni um hvernig hann byrjaði í hlúðflúrsbransanum, má finna í myndinni.

Myndin var fjármögnuð í gegnum Karolinafund og frumsýnd á festivalinu í Færeyjum núna í maí. Í lýsingu um myndina segir á Karolinafund:

„Allir sem þekktu Fjölnir vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Hann var með stórt hjarta. Hann var vinur vina sinna og gerði allt sem hann gat til að styðja við þá. Ég og Fjölnir hittumst fyrst þegar að ég var 16 ára. Þá fékk ég fyrsta flúrið. Nokkuð mörgum árum seinna byrjuðum við á vinnslu við heimildarmynd um ferðir hans til Færeyja og um tattoo festivalið hans þar, Fo tattfest.
Fjölnir hafði mikil áhrif á alla þá sem tengdust honum vinaböndum. Og allir þeir sem kynntust honum vel vildu allt fyrir hann gera, það segir margt um manninn! Hann til dæmis kynnti mig fyrir minni unnustu og í dag eigum við son sem fæddist nokkrum dögum áður en Fjölnir lést. Hann fékk því miður aldrei að hitta hann.

Saga Fjölnis er mikið meiri en sú sem við getum farið yfir í þessari mynd, en vonandi, með ykkar hjálp getum við farið yfir hans líf og list og gert því góð skil með myndefni og viðtölum við aðila sem honum voru nánir!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“

Erfitt að starfa við eitthvað sem býr fólk undir að brjóta lögin – „Leiðinlegt að þurfa að vera í einhvers konar feluleik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni