fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Ekki veðja gegn feita stráknum“

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 13:30

Nikola Jokic á unglingsárunum og í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbinn Nikola Jokic er tvímælalaust einn besti körfuboltamaður heims. Hann er lykilmaður í liði Denver Nuggets í bandarísku NBA deildinni í körfubolta og leiddi félagið til fyrsta síns meistaratitils í lokaúrslitum deildarinnar, gegn Miami Heat, síðastliðinn mánudag. Jokic var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann var fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar í úrslitakeppninni.

Jokic þótti ekki efni í stórstjörnu þegar hann kom fyrst í deildina árið 2014. Hann var var valinn númer 41 í nýliðavali NBA deildarinnar það ár en leikmenn sem enda svo aftarlega í valinu þykja sjaldnast líklegir til að verða meira en miðlungsleikmenn.

Það sem gerir árangur Jokic jafnvel enn betri er sú staðreynd að á yngri árum lifði hann frekar óheilsusamlegu líferni. Hann ræddi það í viðtali við íþróttasjónvarpsstöðina ESPN. Viðtalið er ekki aðgengilegt á vefsvæði stöðvarinnar en í samantekt Daily Mail segir að Jokic hafi verið beðinn um að horfa til baka og meta árangur sinn í ljósi þess hversu aftarlega hann var valinn í nýliðavalinu.

„Þeir höfðu ekki trú á feita stráknum en það virðist hafa blessast. Ekki veðja gegn feita stráknum.“

Var feitur táningur

Á unglingsárunum í Serbíu glímdi Jokic við offitu og sturtaði í sig Coca-Cola á hverjum degi. Hann æfði samt körfubolta en hætti á tímabili og sneri sér að hestaíþróttum. Eftir hálft ár sneri hann sér þó aftur að körfuboltanum.

Þrátt fyrir ofþyngdina þótti ljóst að Nikola Jokic hefði hæfileika og væri efnilegur en í ljósi líkamlegs ástands hans höfðu körfuboltaþjálfarar í Serbíu miklar efasemdir um að hann ætti sér mikla framtíð sem körfuboltamaður. Með tímanum náði hann að grenna sig en skorti hraða miðað við jafnaldra sína. Jokic bætti það hins vegar upp með því að þróa leik sinn og spila stöðu sína, miðherja, á annan hátt en keppinautar sínir.

Leikur annarra miðherja snerist um að sýna styrk nálægt körfunni og halda sig fyrst og fremst þar. Jokic lagði hins vegar áherslu á fjölbreyttari og meiri alhliða leikferðir og þess vegna er hann óvenju stoðsendingahár af miðherja að vera.

Hann skorar ekki bara undir körfunni og tekur fráköst, eins og nánast allir miðherja í körfubolta gerðu áður, heldur dreifir hann boltanum mjög vel til liðsfélaga, með þessum árangri. Þannig náði hann að bæta upp hversu litlum hraða hann býr yfir.

Það borgaði sig greinilega ekki að dæma Nikola Jokic úr leik þótt hann hafi verið feitur táningur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni