fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Eiginkona Kanye West vekur furðu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2023 15:59

Bianca Censori. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnuðurinn Bianca Censori, sem er þekktust fyrir að vera eiginkona rapparans Kanye West, hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir klæðaval sitt.

Kanye, 45 ára, og Bianca, 28 ára, hafa verið saman síðan í byrjun árs. Þau eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar og bera þau bæði giftingahringa, en TMZ greindi frá því á sínum tíma að athöfnin hafi ekki verið löglega bindandi. Þau tjáðu sig hvorugt um málið þar til í lok maí þegar Bianca staðfesti að þau væru gift.

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020.

Hjónin fóru í hádegismat á KFC í Los Angeles í gær og klæddust áhugaverðum fötum. Kanye var í stuttermabol með mjög stórum axlapúðunum og skólaus. Bianca var í sokkabuxum og stuttermabol og engu öðru.

Page Six birti fleiri myndir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðnaður hjónanna vekur furðu. Í síðasta mánuði voru þau höfð að háði og spotti fyrir fataval, en þá var Kanye fyrst í þessum stuttermabol með stóru axlapúðunum og skólaus. Bianca var með bol utan um höfuðið, í sokkabuxum í stað fyrir buxur og sokkaökklastígvélum.

Sjá einnig: Kanye West og eiginkona hans höfð að háði og spotti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?