fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fókus

Beta Reynis næringarfræðingur um tilbúna rétti í matvöruverslunum

Fókus
Miðvikudaginn 14. júní 2023 14:29

Beta Reynis. Mynd/Olga Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir, betur þekkt sem Beta Reynis, segir að tilbúnir réttir sem fást í matvöruverslunum séu ekki svo óhollir.

Hún ræddi um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Margt af þessu er bara allt í lagi. Ég skoðaði eitthvað af þessum tegundum sem eru tilbúnar, þetta er allt í lagi. Sumir stoppa á skyndibitastöðum og kaupa sér mat, ég myndi alltaf velja þennan kostinn. En svo er spurnin: Hvert erum við að fara? Erum við að hætta að elda? Þetta er ekki svona flókið [að elda],“ segir hún.

„Við viljum ekki þurfa að hugsa um hvað á að vera í matinn, hvernig á að elda hann. Við erum komin í frekar skrýtin feril finnst mér.“

Að lesa innihaldslýsingu

Elísabet útskýrði einfalda leið til að lesa innihaldslýsingu á tilbúnum réttum.

„Þegar þið skoðið innihaldslýsingu þá er alltaf mest af því sem er talið upp fyrst og svo koll af kolli. Í einhverjum einum rétt af Tikka Masala hjá einhverjum var sykur númer fjögur, sem þýðir að það er svolítið mikill sykur í matnum,“ segir hún.

„Því miður, þó það sé mikið salt, þá þurfa þeir ekki að telja það upp því ef það fer ekki yfir 5 prósent af innihaldinu þá þarf ekki að telja það upp. Oft er þetta ansi salt,“ segir hún og bætir við að hún viti ekki hvað fólk geri heima hjá sér og hversu mikið það salti matinn.

Betra en ein með öllu

Elísabet segir að það sé betra að kaupa svona tilbúna rétti heldur en að borða pylsur.

„Þetta er betra en þú myndir kaupa pylsur og sjóða heima eða einhvern annan svoleiðis tilbúinn mat. Ég er meira að vara fólk við tilbúnum mat sem er mjög saltaður og með mikið af aukaefnum. En ef þetta er hreinn matur,“ segir hún.

Næringarfræðingurinn viðurkennir að fyrir suma er ekkert mál að borða svona mat – með mikið af sykri, salti og kolvetnum – og þeir þoli hann vel, en fyrir aðra kemur þetta meltingunni í uppnám.

„Þetta er mjög einstaklingsbundið. Við þurfum að meta hvernig okkur líður af svona mat,“ segir hún.

Hlustaðu á viðtalið við Elísabetu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“