fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ríkasti íþróttamaður allra tíma þótti ekki nóg fínn fyrir elítuna – Þénaði sjöfalt meira en Michael Jordan

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 12. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiger Woods var fyrsti íþróttamaðurinn til að vinna sér inn milljarð dollara á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi. Boxarinn Floyd Mayweather og knattspyrnumaðurinn Christiano Ronaldo hafa einnig farið yfir það mark og körfuboltasnillingurinn Michael Jordan mun hafa þénað yfir tvo milljarða, þökk sé auglýsingasamningum og snjöllum fjárfestingum.

Svo hver heldur þú að sé hæst launaðasti íþróttamaður allra tíma? Einhver ofannefndra? Lionel Messi? Serena Williams? LeBron James?

Sjö sinnum ríkari en Jordan

Nei, langt því frá. Sá sem þénaðist mest á íþróttaferli sínum í sögunni er næstum öllum gleymdur, enda langt síðan hann hnyklaði vöðvana. Hann hét Gaius Appuleius Diocles og það er áætlað að hann hafi grætt sem samsvarar 15 milljörðum dollara á ferli sínum, eða rúmlega sjö sinnum meira en Michael Jordan.

Og reikni, hver sem treystir sér, þá upphæð yfir í íslenskar krónur.

Gaius fæddist árið 104 f.Kr í Lusitaniu, sem nú er Portúgal, og hóf að stunda kappreiðar sem táningur. Landsvæðið, sem fjölskylda hans bjó á, var þekkt út um allt Rómaveldi fyrir að rækta bestu og hraðskreiðustu hross í heimi.

Gaius var 18 ára gamall þegar hann keppti fyrst í Róm, sem var eitthvað sem hann hafði dreymt um sem barn. En hann áttaði sig ekki á hversu gríðarleg samkeppnin var í höfuðborg heimsveldisins og það liðu heil tvö ár blóðs, svita og tára áður hann vann sína fyrstu keppni.

Gaíus átti eftir að keppa í hvorki meira né minna en 24 ár, sem er mjög langur tími í þeirri erfiðu íþrótt sem kappreiðar vagna eru.

Færastur allra

Hann var sérstaklega góður í einstaklingskeppnum, þar sem maður á mann keppti á vögnum með fjóra hesta, og þurftu því alfarið að treysta á eigin getu en ekki liðsfélaga. Það voru líka keppnirnar sem gáfu mest í hönd enda vinsælastar meðal almennings. Gaius vann hvorki meira né minna en 1.064 slíkar keppnir, keppnir sem stórslösuðu eða drápa marga kappa á þessum tíma. Enda lítið sem ekkert um öryggisráðstafanir og flestum stóð á sama. Það var nóg af viljugum til að taka við taumunum.

En Gaius var eitthvað annað, enginn hafði séð neitt sem kom nálægt þeirri færni sem Gaius bjó yfir og að því kom að hann gat sett upp svo að segja hvaða upphæð sem var. Það var borgað, þegjandi og hljóðalaust, til að sjá hann keppa.

Alls vann Gaius 1,462 keppnir af þeim 2,900 sem hann keppti í. Og varð í öðru sæti í öllum hinum hinum.

Þótti ekki nógu fínn

Róm tók íþróttina mjög alvarlega og var bæði aðall og almenningur reiðubúið að greiða háar fjárhæðir fyrir að vitna hina bestu keppa. Gaius braut samt öll met. Hann varð sérstaklega þekktur fyrir að halda aftur af hestum sínum og gefa síðan í á hárréttum tímapunkti og ná í mark, oft sekúndum á undan andstæðingnum. Og áhorfendur hreinlega elskuðu spennuna.

Það er til töluvert af heimildum um Gaius og afrek hans enda héldu Rómverjar nákvæmar skrár yfir íþróttaafrek.

Gaius varð það ríkur á ferli sínum að ætla mætti að hann hefði verið meðtekinn inn í fremur lokað samfélag hinnar stórauðugu elítu hestaáhugamanna en svo varð aldrei. Hann var nefnilega af lágstétt og hugsanlega þræll er hann hóf að keppna, þræll sem tókst að kaupa sér frelsi. Hann var virtur af yfirstéttinni en ekki nógu góður til að vera hluti hennar. Hann var aftur á móti elskaður og dáður af almúganum, hvunndagshetja sem náði upp í hæstu hæðir.

Gaius afrekaði samt sem áður að safna saman meiri langtum meiri auð en aðalsmennirnir sem þóttu hann ekki nóg fínn gat dreymt um. Rómverjar héldu nákvæmar skattskrár og samkvæmt þeim þénaði hann sem samsvarar um 15 milljörðum dollara áður en hann lagði niður taumana, 42 ára að aldri.

Gaius flutti þá í smábæ, vinsælan meðal auðmanna, en naut ekki ríkidæmisins lengi þar sem hann lést aðeins rúmlega fimmtugur að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“