Merkið er komið í sölu í verslun í Soho-hverfinu í New York. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.
„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta og hvað þá að deila þessu með ykkur. Litla barnið mitt sem stækkar og stækkar er komið alla leið til NEW YORK!“ segir hún.
„Eftir að hafa tekið þátt í [tískuvikunni í París] með Define the Line í fyrra hafa allskonar tækifæri bankað upp á og ótrúlegasta fólk og fyrirtæki hafa haft samband. Þannig ég vil hvetja alla sem lesa þetta að vera opin fyrir því að kynnast fólki og stökkva á tækifærin þegar þau gefast en ég kynntist svo mörgu fáránlega flottu fólki á [tískuvikunni í París].
Define the Line var rétt í þessu að byrja í sölu í svo bilaðslega flottri verslun sem er staðsett í Soho í NY þar sem allar fínu merkjabúðirnar eru og ég gæti gjörsamlega sprungið úr þakklæti.
Núna fæ ég loksins að njóta, skoða og upplifa þennan draum sem er að rætast eftir mestu vinnutörn lífs míns, en vinnan var 10000% þess virði.
Ég vil enda [þessa færslu] og segja takk fyrir öll peppin hvað varðar Define the Line og takk fyrir að vera partur af Define the Line.“
Næst á dagskrá hjá athafnakonunni er að opna sýningarsal (e. showroom) á Íslandi
„Þar sem þið getið komið að skoða allar vörur frá Define the Line og mátað! Er orðin svo spennt fyrir því,“ segir hún.
Lína Birgitta er stödd í stórborginni ásamt unnusta sínum, Guðmundi Birki Pálmasyni, og kíktu þau í verslunina um helgina.