fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2023 10:29

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir hefur farið með íþróttavörufyrirtæki sitt, Define The Line, út fyrir landsteinana.

Merkið er komið í sölu í verslun í Soho-hverfinu í New York. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.

„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta og hvað þá að deila þessu með ykkur. Litla barnið mitt sem stækkar og stækkar er komið alla leið til NEW YORK!“ segir hún.

Æfingarföt Línu Birgittu komin í sölu í flottri verslun í New York. Mynd/Instagram

„Eftir að hafa tekið þátt í [tískuvikunni í París] með Define the Line í fyrra hafa allskonar tækifæri bankað upp á og ótrúlegasta fólk og fyrirtæki hafa haft samband. Þannig ég vil hvetja alla sem lesa þetta að vera opin fyrir því að kynnast fólki og stökkva á tækifærin þegar þau gefast en ég kynntist svo mörgu fáránlega flottu fólki á [tískuvikunni í París].

Define the Line var rétt í þessu að byrja í sölu í svo bilaðslega flottri verslun sem er staðsett í Soho í NY þar sem allar fínu merkjabúðirnar eru og ég gæti gjörsamlega sprungið úr þakklæti.

Núna fæ ég loksins að njóta, skoða og upplifa þennan draum sem er að rætast eftir mestu vinnutörn lífs míns, en vinnan var 10000% þess virði.

Ég vil enda [þessa færslu] og segja takk fyrir öll peppin hvað varðar Define the Line og takk fyrir að vera partur af Define the Line.“

Næst á dagskrá hjá athafnakonunni er að opna sýningarsal (e. showroom) á Íslandi

„Þar sem þið getið komið að skoða allar vörur frá Define the Line og mátað! Er orðin svo spennt fyrir því,“ segir hún.

Lína Birgitta er stödd í stórborginni ásamt unnusta sínum, Guðmundi Birki Pálmasyni, og kíktu þau í verslunina um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu