Hjónin, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, eignuðust dóttur laugardaginn 10. júní. Hjónin eiga fyrir tvær dætur og Hildur á son frá fyrra sambandi.
„Á ljóshraða eftir langa bið, laugardagskvöldið 10. júní, fæddist okkur Jóni þessi hrausta stúlka. Heilar 17 merkur og 55 cm af mýkt og fegurð. Ekkert í lífinu er betra,“ segir Hildur í færslu á Facebook.
Hildur var gengin á 41. viku meðgöngunnar. Hildur átti síðan afmæli 11. Júní og segir hún: „Minn eigin afmælisdagur rann upp degi síðar og var sá ljúfasti hingað til. Takk fyrir allar kveðjurnar.“