fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Gígja Marín átti besta frumsamda lagið í Skúrnum

Fókus
Mánudaginn 5. júní 2023 10:16

Gígja Marín tekur við hamingjóskum og blómvendi frá Hafþóri Úlfarssyni, deildarstjóra markaðsdeildar SS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Skúrinn á Vísi hafa undanfarnar vikur kynnt til sögunnar sex tónlistarflytjendur sem keppa um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu og um besta frumsamda lagið. Nú eru úrslit ljós í keppninni um besta frumsamda lagið og það er hún Gígja Marín sem bar þar sigur úr býtum. Fyrir sigurinn hlaut Gígja Marín eina milljón króna en hún tók við hamingjuóskum frá Hafþóri Úlfarssyni, deildarstjóra markaðsdeildar SS, í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrir helgi.

„Ég er auðvitað himinlifandi með niðurstöðuna,“ segir Gígja Marín sigurreif. Aðspurð segist hún hafa verið að vinna að tónlist í tvö til þrjú ár en sigurlagið, I know, er fyrsta lagið sem hún gefur út ein. „Ég var í unglingahljómsveit fyrir nokkrum árum sem gaf út eitt lag,“ bætir Gígja við brosandi og segir planið nú vera að hella sér út í tónlistina af fullum krafti. Hafþór Úlfarsson, deildarstjóra markaðsdeildar SS, segir að Gígja Marín sé lifandi dæmi um það sem Skúrnum var ætlað að gera: „Planið var að draga lítt þekkt tónlistarfólk út úr Skúrnum og fram í sviðsljósið þar sem við hin fáum að njóta hæfileika þeirra. Gígja Marín er sannarlega verðugur sigurvegari í þessum hluta keppninnar og lagið frábært.“

Keppninni um besta frumsamda lagið er þar með lokið en keppnin um bestu útgáfu SS pylsulagsins mun halda áfram fram í ágúst. „Þjóðin, ásamt dómnefnd, hefur nú valið þrjár útgáfur af pylsulaginu til áframhaldandi þátttöku. Í sumar munum við því sýna þrjár mismunandi útgáfur af sömu auglýsingunni fyrir SS pylsur, hver með mismunandi útgáfu af laginu. Þjóðin kýs svo sýna uppáhalds útgáfu sem verður kynnt um miðjan ágúst,“ segir Hafþór Úlfarsson að lokum en það er til mikils að vinna því sigurvegararnir fá í sinn hlut tvær milljónir króna. Hægt er að kynnast þátttakendum betur í þáttunum Skúrinn sem nálgast má á ss.is/skurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“