fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins flytur sig um set

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 14:16

Andrés Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, og Mar­grét Júlí­ana Sig­urðardótt­ir, hafa sett parhús sitt í Urriðaholtsstræti á sölu.

„Við Margrét Júlíana vorum að setja þetta fína endaraðhús í Urriðaholti á sölu eftir að við rákumst óvænt á fallega íbúð í Hlíðunum, sem er miklu nær skólum krakkanna, og létum vaða.

Okkur hefur líkað mjög vel í Urriðaholtinu. Það er notalegt og öruggt hverfi fyrir barnafólk, örstutt í náttúruna (Heiðmörk liggur við endann á götunni) og bara kippkorn í Costco, kaupfélag okkar Garðbæinga. Svo liggur það prýðilega við samgöngum.

Húsið er svo að segja nýtt, í umhverfisvænsta lagi með fimm herbergjum, sjónvarpsstofu og alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu en þaðan opnast út í garð,“ segir Andrés á Facebook.

Eignin er 183,8 fm, Svansvottað endaraðhús á tveimur hæðum, byggt árið 2021.

Eignin skiptist í fimm svefnherbergi, þvottahús, tvö baðherbergi, eldhús, borðstofu/stofu með útgengi út á timburpall, sjónvarpshol og rúmgóða geymslu fyrir framan húsið. Aðalarkitekt hússins er Arnar Þór Jónsson hjá Arkís arkitektum.

Framan við húsið er lokaður hellulagður garður ásamt rúmgóðum, upphituðum geymsluskúr og tengi fyrir heitum potti. Tvö sérmerkt bílastæði, auk gestastæðis, fylgja húsinu og rafhleðslustöð við stæði.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

 

 

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg