fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Sögulegar sættir innan seilingar? Britney hitti loks mömmu sína aftur

Fókus
Fimmtudaginn 25. maí 2023 06:56

Mæðgurnar á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir slúðurmiðlar greina frá því að Lynne Spears, móðir Britney, hafi flogið til Los Angeles í gær til að hitta dóttur sína. Það þykir nokkrum tíðindum sæta enda hefur stórstjarnan iðulega gagnrýnt móður sína harðlega og hermt er að þær hafi ekki talast við í mörg ár.

Nú er möguleiki að einhverskonar sættir séu að nást en Lynne var sótt á flugvöllin af Cade Hudson, umboðsmanni Britney, en þaðan keyrðu þau að að heimili Britney sem tók á móti móður sinni og vörðu þær um 30 mínútum saman en eiginmaður stjörnunnar, Sam Asghari, var einnig viðstaddur.

Heimsóknin þykir benda til þess að þíða sé komin í samband mæðgnanna en hermt er að þær hafi sent smáskilaboð á milli sín undanfarin misseri.

Eins og frægt varð var Britney Spears í rúman áratug svipt sjálfræði sínu fyrir tilstuðlan fjölskyldu hennar sem taldi hana glíma við of alvarleg andleg veikindi til að geta borði ábyrgð á eigið lífi.. Vegna þessa hafði söngkonan ekki forræði á auðæfum sínum, frítíma, atvinnu og varla sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama.

Britney hefur borið móður sína þungum sökum vegna þessa og reglulega gagnrýnt hana í fjölmiðlum. Lynne hefur hins vegar svarað því með því sað segjast elska dóttur sína og óskað þess að komast í samband við hana að nýju. Nú eygir hún loks von.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi