fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Brynja Dan og Jóhann flytja inn saman í Garðabæ

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. maí 2023 09:15

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir og kærasti hennar, Jóhann Sveinbjörnsson, hafa keypt saman íbúð í parhúsi í Garðabæ.

Brynja Dan er bæjarfulltrúi Garðabæjar og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík árið 2021 og skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður í þingkosningunum sama ár.

Hún hefur einnig getið sér gott orð í íslensku viðskiptalífi og er einn eigandi Extraloppunnar í Smáralindinni. Auk þess nýtur hún mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með yfir nítján þúsund fylgjendur á Instagram.

Brynja og Jóhann eiga bæði börn úr fyrri samböndum.

Framkvæmdir framundan

Brynja segir að það séu framkvæmdir framundan og áhugasamir geta fylgst með ferlinu á Instagram-síðu hennar.

Hún þakkaði einnig fylgjendum sínum fyrir kveðjurnar. „Takk fyrir að samgleðjast – fyrir að gefa ykkur tíma til að spá og spökulera og sjá gleðina og hamingjuna,“ sagði hún.

Fókus óskar þeim innilega til hamingju.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by B R Y N J A D A N (@brynjadan)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“