Ingólfur Kjartansson, sem fæddur er árið 2002, hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás á mann í Ingólfsstræti, aðfaranótt sunnudagsins 13 febrúar 2022. Málið vakti mikla athygli og óhug. Við ákvörðun dómsins yfir Ingólfi var horft til þess að það hafi verið beinn ásetningur að bana manninum.
Ingólfur sættir sig við dóminn og er ákveðinn í að byggja sig upp og mæta sterkari til leiks út í samfélagið eftir afplánun, en Ingólfur situr á Litla-Hrauni. Hann einbeitir sér núna að tónlist. Nýlega tók hann upp stutt rapplag með félaga sínum, Gabriel Douane, og má hlýða á það í Youtube-spilara neðar í fréttinni. Lagið heitir 111k.
Þar fyrir neðan má heyra á Youtube lag sem Ingólfur samdi og flutti þegar hann var 15 ára.
Hér á Soundcloud-reikningi Ingólfs má heyra nokkur sýnishorn af tónlist Ingólfs. Hann segir í samtali við DV að hann stefni að því að helga sig tónlist í framtíðinni. Hann segir að tónlistariðkunin hjálpa sér við að bæta sjálfan sig og takast á við lífið. Er hann staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við afbrotum.
„Hvað glæpi snertir er ég sestur í helgan stein,“ segir Ingólfur, einlægur í stuttu spjalli við DV. Hann þráir líf í tónlist.
Sjá einnig Instagram-síðu Ingólfs