fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Svona brást Ben Stiller við fyrsta holdrisinu eftir aðgerð á blöðruhálskirtli

Fókus
Þriðjudaginn 16. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ben Stiller greindist með krabbamein í blöðruhálskirtlinum árið 2016 og þurfti að gangast undir aðgerð til að fjarlægja meinið. Hann opnar sig um þennan tíma lífs síns í útvarpsþættinum hjá Howard Stern, og ekki nóg með það heldur tók hann skurðlækninn sinn með sér, læknin Ted Schaeffer.

Ben segir í þættinum að í beinu framhaldi af svona aðgerð sé fólk oftst ófært um að stunda kynlíf. Annað hafi þó átt sér stað í hans tilviki. En hann hafi flaggað í fulla stöng rétt rúmum sólarhring eftir aðgerðina.

„Þegar ég fékk fyrsta holdrisið eftir aðgerðina þá fögnuðum við öll. Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir mér.“

Ben greindist með krabbameinið fyrir algjöra tilviljun. Samkvæmt leiðbeiningum í Bandaríkjunum á að skima karlmenn fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli reglulega eftir að ná 50 ára aldri. Ben gekkst þó undir svokallað PSA-próf þar sem leitað er eftir blöðruhálskirtils-sértækum-mótefnavaka, sérstöku próteini sem framleitt er í blöðruhálskirtli með blóðprufu. Þessi próf hafa verið umdeild en þykja þó stundum leiða til snemmtækrar greiningar. Læknir Ben hafi látið hann taka slíkt próf þegar hann var 46 ára og leiddi það til þess að krabbameinið uppgötvaðist.

Hefur Ben í dag náð sér að fullu og telst nú krabbameinslaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife