fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Jim og Jim voru ættleiddir eineggja tvíburar sem ekki vissu hvor af öðrum í næstum 40 ár – Áttu gæludýr, eiginkonur og börn með sömu nöfn

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2023 22:03

Jim og Jim

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James, Jim, Lewis, var ættleiddur af hjónum í Idaho árið 1940, aðeins þriggja vikna gamall.  James, Jim, Springer, var einnig ættleiddur af hjónum í Idaho árið 1940, aðeins þriggja vikna gamall. 

Það liðu 39 ár þar til Jim og Jim komust að því að þeir voru eineggja tvíburar og ekki bara voru þeir nafnar með sama gælunafn, heldur höfðu líf þeirra svo að speglast algjörlega. 

Eins og lygasaga

Jim Lewis elskaði stærðfræði og smíði en var arfaslakur í stafsetningu. Hann átti hvolp sem hét Toy og giftist konu sem hét Linda. Hann og Linda áttu eftir skilja og giftist Jim konu að nafni Betty nokkrum árum síðar. Hann átti son að nafni James Alan Lewis, vann sem öryggisvörður, ók bara bílum af tegundinni Chevrolet og keðjureykti. 

Jim Springer elskaði stærðfræði og smíði en var arfaslakur í stafsetningu. Hann átti hvolp sem hét Toy og giftist konu sem hét Linda. Hann og Linda áttu eftir skilja og giftist Jim konu að nafni Betty nokkrum árum síðar. Hann átti son að nafni James Alan Springer, vann sem lögreglufulltrúi, ók bara bílum af tegundinni Chevrolet og keðjureykti. 

Jim og Jim eru eineggja tvíburar og eru bræðurnir eitt þekktasta dæmið innan þeirra fræða er takast á um áhrif umhverfis og uppeldis samanborið við erfðir. 

Hversu skondið er það?

Nafnarnir hittust í fyrsta skiptið árið 1979 og í ljós kom að þeir höfðu alist upp í aðeins 70 kílómetra fjarlægð hvor frá öðrum. 

Báðar kjörmæður tvíburanna vissu af því að sonur þeirra var annar eineggja tvíbura. Móðir Springer stóð reyndar í þeirri trú að hinn tvíburinn hefði látist við, eða stuttu eftir fæðingu, en móðir Lewis vissi heldur meira. 

Þegar að móðir Lewis fór að ganga frá ættleiðingargögnunum varð hún óvart vitni að samtali þar sem starfsmaður á skrifstofu dómarans minntist á „hversu skondið væri að hinn tvíburinn hefði einnig verið skírður James.“

Hún gleymdi því aldrei og þegar að sonur hennar hafði aldur til sagði hún honum allt sem hún vissi. 

Jim Lewis beið samt sem áður þar til hann var orðinn 39 ára áður en hann ákvað að kanna málið betur. Hann fór fram á ættleiðingagögn sín og sá þar svart á hvítu að grunur móður hans um tvíburabróður og nafna reyndist á rökum reistur. 

Hann tók upp símann og hringdi í Springer fjölskylduna. Jim Springer reyndist ekki vera heima og bað Lewis fyrir skilaboð.

Það sama kvöld hringdi síminn hjá Lewis og kynnti sig maður að nafni James Springer og spurði hvort reynt hefði verið að ná í hann? 

„Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja og missti bara út úr mér mér hvort hann væri kannski bróðir minn?” sagði Jim Lewis síðar í viðtali. 

Tvíburarnir hittust fjórum dögum síðar og í ljós kom að það var enn fleira sem sameinaði þá. Báðir höfðu þjáðst af mígreni frá unga aldri, nöguðu neglur upp í kviku, áttu sama uppáhaldsmat, hötuðu sama mat, reyktu sömu sígarettutegund og fóru ekki bara á sama orlofsstað í Flórída; þeir fóru á nákvæmlega sömu litlu strandlengjunni þar.

Fræðimenn flippuðu

Fræðimenn fóru gjörsamlega yfir um að heyra af tvíburunum og vildu sem ólmastir kanna líkindi þeirra nánar. Jim og Jim tóku vel í það að gera sitt til að svara hinni stóru spurningu um hvað mótar okkur, uppeldi eða erfðir, eða einhvers kona blanda af þessu tvennu. 

Á tveimur áratugum, frá 1979 til 1999, tók tvíburarnir alls þátt í rúm 170 rannsóknum sem tóku á andlegum, líkamlegum, geðrænum, huglægum og sálrænum þáttum. 

Þrátt fyrir að hafa ekki hlotið sama uppeldið reyndust bræðurnir makalaust líkir á svo til öllum sviðum. Þeir voru í einu orði sagt, einstakir.

En þó ekki alveg. 

Jim Lewis átti eftir að skilja við Betty og giftast í þriðja skiptið, konu að nafni Sandy. Bróðir hans var að sjálfsögðu svaramaður.

Jim Springer er aftur á móti, að því best er vitað, enn giftur sinni Betty.

En hvort eldri dama að nafni Sandy á eftir að læða sér inn í líf hans? Það er aldrei að vita. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna